201. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness.
3. maí 2007 kl. 18:00
Mættir: Margrét Pálsdóttir, Helga Jónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Þór Sigurgeirsson sem ritaði fundargerð. Að auki voru SteinunnÁrnadóttir og Haukur Kristjánsson
Gestur fundarins var Stefán Bergmann sem vék af fundi að afloknun fyrsta lið.
Dagskrá
- Vötn og votlendi. Stefán Bergmann erindi.
- Endurvinnslutunnan (2007050001)
- Hreinsunarvikan 2007
- Önnur mál
- Umhverfisnefnd samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að gengið verði nú þegar til samninga við Gámaþjónustuna ehf. um tilraunaverkefni varðandi Endurvinnslutunnuna. Verkefnið hefjist nú þegar og standi til 28. febrúar 2008. Að þeim tíma liðnum verður skoðað hvernig til hefur tekist og næstu skref ákveðin. Umhverfisnefnd mælir með því að tilhögun B í verði valin sbr. kynningu og tilboð Gámaþjónustunnar efh. (2007050001)
- Hreinsunarátak 2007 – Hófst s.l. laugardag með morgunhressingu á Eiðistorgi. Átakið virðist vera ágætlega lukkað og hafa vaskir starfmenn áhaldahúss haft nóg að gera við að fjarlægja garðaúrgang þessa viku.
- Önnur mál:
a) Fuglatalning Jóhanns Óla Hilmarssonar er að hefjast. Hún er framkvæmd annað hvert ár og er aðeins umfangsmeiri þetta árið því kanna á sérstaklega kríu og varp hennar.
b) Skiltagerð við Bygggarðsvör rædd.
Fundi slitið 19:30
Þór Sigurgeirsson (sign)
Margrét Pálsdóttir (sign)
Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)
Helga Jónsdóttir (sign)
Brynjúlfur Halldórsson (sign)