Mættir: Margrét Pálsdóttir (MP), Haukur Kristjánsson (HK), Brynjúlfur Halldórsson (BH), Þór Sigurgeirsson (ÞS), Brynhildur Þorgeirsdóttir (BÞ), Steinunn Árnadóttir og Helga Jónsdóttir (HJ) sem ritaði fundargerð.
Dagskrá fundarins:
- Fundur settur
- Bókun BH í bæjarstjórn um leiðir til að minnka blaðaúrgang í heimilissorpi
- Umhverfisfræðsla í Mýró
- Verkefni sumarsins hjá garðyrjkustjóra
- Undirbúningur hreinsunardags
- Gæludýrasamþykkt bæjarins lögð fram
- Bygggarðar – skilti og áning
- Önnur mál
1. Fundur settur kl. 17:00
2. Bókun BH í bæjarstjórn um leiðir til að minnka blaðaúrgang í heimilissorpi. BH og ÞS munu ganga frá málinu.
3. Umhverfisfræðsla í Mýrarhúsaskóla þar sem MP átti góðan fund með skólayfirvöldum. Óskað var eftir að fram kæmu upplýsingar um þemaverkefni sem styðja við Staðardagskrá 21. Uppsetning krækju af heimasíðu skólans í vinnslu
4. Verkefni sumarsins hjá garðyrkjustjóra. – Hefðbundin verkefni, vinnuskólinn.
5. Undirbúningur hreinsunardags í maí 2007 - Hreinsunardagur verður 28. apríl, garðaúrgangur verður hirtur upp af starfsmönnum áhaldahúss til 5. maí. Nánar auglýst á www.seltjarnarnes.is
6. Hundahalds-samþykkt bæjarins – lögð fram.
7. Bygggarðar - skilti og áning/bekkir – Samþykkt að garðyrkjustjóri komi þessu verkefni af stað nú þegar. MP ræði við Heimi Þorleifsson um texta á skiltin.
8. Annað:
* Steinunn kynnti niðurst. málþings sem hún sótti um vötn og votlendi.
* Viðurkenningar til útkriftarnema í Valhúsakóla fyrir ástundun í náttúrufræði (MP)
Fundi slitið um 18:50
Þór Sigurgeirsson (sign) Margrét Pálsdóttir (sign)
Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign) Brynjúlfur Halldórsson (sign)