Fara í efni

Umhverfisnefnd

194. fundur 18. september 2006

194. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness

Mættir voru: Brynhildur Þorgeirsdóttir (BÞ), Brynjúlfur Halldórsson (BH), Haukur Kristjánsson (HK), Margrét Pálsdóttir (MP), Þór Sigurgeirsson (ÞS) og Helga Jónsdóttir (HJ) sem ritaði fundargerð.

Steinunn Árnadóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir boðuðu forföll.

Dagskrá fundarins:

  1. Fundur settur
  2. Erindi frá Golfklúbbi Ness varðandi 8. braut og upphleðslu á tjarnarbakka á golfvelli.
  3. Merkingar eldri húsa.
  4. Önnur mál.
  5. Fundi slitið
  1. Fundur var settur af formanni klukkan 17:15.
  2. Borið var upp erindi frá Golfklúbbi Ness þar sem óskað var eftir umsögn frá umhverfisnefnd varðandi lækkun á Svörtuflöt við braut númer 8, breyta staðsetningu á sandgloppum og setja hindranir við flötina. Einnig vill golfklúbburinn lagfæra og hlaða bakka við Búðatjörn og bæta við kvennateigum við braut 8 og stækka karlateiginn á sömu braut. Allur kostnaður við þessar framkvæmdir er greiddur af Golfklúbbi Ness. Það var samdóma álit nefndarinnar að samþykkja erindi Golfklúbbs Ness.
  3. Merkingar eldri húsa – Fjölmörg hús á Seltjarnarnesi bera nöfn.  Umhverfisnefnd ætlar að leita upplýsinga hjá bæjarfélögum sem hafa gert átak í samræmdri merkingu eldri húsa. ÞS og Haukur Kr. munu afla upplýsinga um aðkomu viðkomandi bæjarfélaga að merkingum þessum sem skapa jákvæðan bæjarbrag.
  4. Önnur mál – Haukur Kr. lagði fram erindi sem kom frá Lögreglustjóranum í Reykjavík sem varðar aðstoð vegna særðra og dauðra dýra sem ekið hefur verið á eins og fugla og ketti. Fjarlægja þarf dýrahræ og í einhverjum tilfellum aflífun.
    1. Lög um dýravernd segja til um að lögreglan sjái um aflífun.
    2. Lögreglan geti leitað til áhaldahússins á afgreiðslutíma og óskað eftir að dýr/hræ verði fjarlægt ef um dauð dýr er að ræða en ef um sært dýr er að ræða verður lögreglan að sjá um að aflífa það (sbr a lið)
    3. Hugmynd kom upp að leita upplýsinga hjá Gámaþjónustunni vegna ruslatunna fyrir heimilisúrgang eins og blöð, mjólkurfernur, plast og þess háttar úrgang. Helga og Brynhildur ætla að hafa samband við Gámaþjónustuna og skoða möguleika á þessu. Stefnt er að bjóða Birnu Helgadóttur og fulltrúa frá Gámþjónustunni á næsta fund og kynna þessi mál fyrir okkur, en Birna og fjölskylda hefur haft afnot af slíkri tunnu í nokkra mánuði.
    4. Fá stöðu á verbúðarmálum við Bygggarða hjá Jens Pétri Hjaltested en þetta er mál sem var í farvegi hér fyrir nokkru. Þór mun hafa samband við hann.
    5. Ákveðið var að fundartími verður síðasti fimmtudagur hvers mánaðar klukkan 17:00 nema annað komi uppá.

 

  1. Fundi slitið klukkan 18:15.

 

Þór Sigurgeirsson (Sign)                                   Helga Jónsdóttir (Sign)

 

Brynhildur Þorgeirsdóttir (Sign)             Brynjúlfur Halldórsson (Sign)

 

Margrét Pálsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?