193. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 14. ágúst 2006, klukkan 16:45.
Mættir voru: Brynjúlfur Halldórsson (BH), Haukur Kristjánsson (HK), Hrafnhildur Sigurðardóttir (HS), Margrét Pálsdóttir (MP), Steinunn Árnadóttir (SÁ), Þór Sigurgeirsson (ÞS) og Helga Jónsdóttir (HJ), sem ritaði fundargerð.
Brynhildur Þorgeirsdóttir boðaði forföll.
Dagskrá fundarins
- Fundur settur
- Garðaskoðun 2006
- Önnur mál
- Fundi slitið
- Fundur settur af formanni klukkan 16:45
- Garðaskoðun 2006 – ákveðið var að veita eftirtaldar viðurkenningar:
-
- Sérstaka viðurkenningu fyrir stílhreinan og fallegan garð féll í hlut Sólbrautar 9 sem er í eigu Freys Þórarinssonar og Kristínar Geirsdóttur.
- Fallegasti garðurinn er að Nesbala 50 í eigu Jónasar Hvannberg og Þorbjargar Guðmundsdóttur.
- Gata ársins er Hrólfskálavör.
- Viðurkenningu fyrir endurbætur á eldra húsi féll í skaut Stefáns E. Sigurðssonar og Ingu K. Guðlaugsdóttur sem búa að Skerjabraut 5.
- Seltjarnarneskirkja fékk viðurkenningu sem fyrirtækjalóð ársins.
- Tré ársins að þessu sinni er hlynur að Unnarbraut 14 í eigu Sólveigar Pálsdóttur og Torfa Þ. Þorsteinssonar.
- Önnur mál – voru engin að þessu sinni
- Fundi var slitið klukkan 17:30
Þór Sigurgeirsson (Sign) Helga Jónsdóttir (Sign)
Margrét Pálsdóttir (Sign) Brynjúlfur Halldórsson (Sign)