Fara í efni

Umhverfisnefnd

192. fundur 30. júní 2006

192. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 30. júní 2006 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.

Mættir: Þór Sigurgeirsson (ÞS) sem ritaði fundargerð, Margrét Pálsdóttir (MP), Brynhildur Þorgeirsdóttir (BÞ), Helga Jónsdóttir (HJ), Brynjúlfur Halldórsson (BH) Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri , Hrafnhildur Sigurðardóttir umsjónarmaður fræðaseturs og SD21,

Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur var forfallaður.

Dagskrá fundarins:

  1. Fundur settur
  2. Skipting embætta
  3. Garðaskoðun og viðurkenningar 2006
  4. Vargfugl – aðgerðir
  5. Grótta – almennt ástand og starfsemi fræðaseturs
  6. Önnur mál
  7. Fundi slitið
  1. Fundur settur kl. 12:00 ÞS bauð nýja umhverfisnefnd velkomna til starfa.
  2. ÞS gerði tillögu um MP sem varaformann og HJ sem ritara sem var samþykkt samhljóða
  3. MP og Steinunn gerðu grein fyrir garðaskoðun og fór MP í gegn um verkferil skoðunar og viðurkenninga. Ákveðið að hittast og skoða garða 19. og 20. júlí nk.. MP setur sig í samband við félagassmtök á Seltjarnarnesi til að kanna þátttöku af þeirra hálfu. Viðurkenningar verða veittar í viku 32 við hátíðlega athöfn.

Steinunn upplýsir nefndarmenn um vinningshafa fyrri ára.

  1. Steinunn fjallaði um drög að skýrslu á vegum SSH sem miðar að aðgerðum til fækkunar vargs. Vargfugl er orðinn stigvaxandi vandamál hér á Seltjarnarnesi. Umhverfisnefnd telur að aðgerða sé þörf nú þegar til að reyna að stemma stigu við ágangi sílamáfs og hettumáfs. Ágangur þessara fuglategunda við varp sem og hýbýli fólks er óásættanlegur.

Umhverfisnefnd felur bæjartæknifræðingi að kalla strax til meindýraeyði og hefja nú

þegar markvissar aðgerðir til fækkunar vargfugls í landi Seltjarnarnesbæjar.

  1. Hrafnhildur fjallaði um ástand og umgengni í Gróttu. Einnig fór hún lauslega yfir starfsemi fræðaseturs. Rætt var um fyrirhugaðan listviðburð sem fer fram í Gróttu á næstu vikum. Listamenn munu fá afnot af fræðasetri og vitavaraðhúsi.

Umhverfisnefnd vill árétta að mótshaldarar fari í einu og öllu eftir þeim umgengnisreglum sem gilda um Gróttu varðandi umgengni, snyrtimennsku og frágang í eyjunni að hátíð lokinni.

  1. MP sagði frá pistil í Nesfréttum – umhverfishorninu. Nefndarmenn munu skrifa mánaðarlega pistla í þennan dálk. Seltjarnarnes er aðili að samningi við Landvernd og hafa þeir veitt góðsfúslegt leyfi til að nota þeirra upplýsingar í efni pistla og til almennrar fræðslu á Seltjarnarnesi.
  2. Fundi slitið kl 13:20

 

Þór Sigurgeirsson (sign)      Margrét Pálsdóttir (sign)           Brynhildur Þorgeirsdóttir (sign)

Helga Jónsdóttir (sign)        Brynjúlfur Halldórsson (sign)

 



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?