190. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2006, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.
Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.
Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Hreinsunardagurinn 6. maí 2006
3. Viðurkenningar til námsmanna í Valhúsaskóla
4. Námsefnisgerð um umhverfismál
5. Helstu verkefni nefndarinnar
6. Erindi frá Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla
7. Önnur mál
8. Fundi slitið
1. Fundur settur af formanni kl. 17:04
2. MÖG gerði grein fyrir stöðu mála varðandi hreinsunardaginn. Allur undirbúningur er á áætlun.
3. MP falið að hafa samband við skólastjóra Valhúsaskóla og ganga frá viðurkenningunum.
4. SB fór yfir stöðu mála og framhaldið. Hrafnhildur gerði grein fyrir styrk sem Mánabrekka var að fá frá Menntamálaráðuneytinu vegna umhverfisverkefnis.
5. IS lagði fram yfirlit um helstu verkefni nefndarinnar á kjörtímabilinu. Nefndarmenn beðnir að fara yfir og gera athugasemdir.
6. Erindi frá Mýrarhúsaskóla vegna verkefnisins “Gróður fyrir fólk”. Samþykkt að styrkja verkefnið líkt og í fyrra. Steinunni falið að ganga frá því.
7. Önnur mál.
8. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:30
Ingimar Sigurðsson (sign) Magnús Örn Guðmundsson (sign.)
Margrét Pálsdóttir (sign.) Kristín Ólafsdóttir (sign.)
Stefán Bergmann (sign.)