189. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 6. apríl 2006, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.
Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Einnig sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.
Dagskrá fundarins
1. Fundarsetning
2. Grænt bókhald.
3. Hreinsunardagur 2006
4. Þjóðfræðisöfnun
5. Bygggarðsvör
6. Önnur mál
7. Fundarslit
1. Fundur settur af formanni kl. 17:06
2. Stefán Bjarnason var mættur á fundinn og gerði grein fyrir Grænu bókhaldi bæjarins og breytingum á milli áranna 2004 og 2005. Stefáni falið að fá mánaðarlegt yfirlit yfir rafmagnsnotkun bæjarins hjá OR. Fram kom að núverandi bókhaldskerfi séu ekki nægilega góð til að halda utan um magntölur. Umhverfisnefnd samþykkir að beina því til bæjarstjóra Seltjarnarness að hann beiti sér á vettvangi SSH um að bókhaldskerfi sveitarfélaga verði aðlöguð Grænu bókhaldi svo fylgjast megi við breytingum á magntölum.
3. Farið yfir skipulag Hreinsunardagsins sem verður með breyttu sniði í ár. Hreinsunardagurinn verður haldinn laugardaginn 6. maí. MÖG skipuleggur hreinsunardaginn í samráði við Steinunni og aðra nefndarmenn.
4. Erindið tekið fyrir og rætt. Umhverfisnefnd telur ekki fært að styðja verkefnið að svo komnu máli en er tilbúin að taka það upp síðar.
5. Fjallað um stöðu mála. IS hefur farið þess á leit við Jens Pétur Hjaltested að hann kalli undirbúningsnefndina saman á ný og hugi að nýju staðarvali í stað Bygggarðsvarar. Styrkur EBÍ til nefndarinnar vegna Bygggarðsvarar verður nýttur til smíða á tvíæringi með Sjóminjasafni Reykjavíkur.
6. Önnur mál
a. Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs tekin fyrir frá síðasta fundi. Þar er fjallað um erindi Umhverfisstofnunar um umsókn Hitaveitu Suðurnesja h.f. um rannsóknarleyfi vegna rannsókna á jarðhita á Reykjanesskaga innan fólkvangsins. Umhverfisnefnd Seltjarnarnes beinir því til bæjarstjórnar að hún hafi forgöngu að því að mörkuð verði skýr stefna um framtíð Reykjanesfólkvangs, með vísan til fundargerðar stjórnar Reykjanesfólkvangs dagsett 24. janúar 2006.
b. SB ræddi við Sigfús Grétarsson skólastjóra grunnskóla Seltjarnarness um námsefni fyrir grunnskólana. Sigfús tók jákvætt í erindið og málinu verður framhaldið eftir páska.
c. Steinunn gerði grein fyrir fyrirhugaðri trönugerð og áhugaverðu samstarfsverkefni við Myndlistarskólann.
d. Lagt fram erindi frá Landgræðslunni. Samþykkt að veita þeim styrk að fjárhæð kr. 50.000.
e. MP minnti á verðlaun fyrir útskrift úr Valhúsaskóla.
7. Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 18:40.
Ingimar Sigurðsson Magnús Örn Guðmundsson
(sign) (sign.)
Margrét Pálsdóttir Kristín Ólafsdóttir
(sign.) (sign.)
Stefán Bergmann
(sign.)