181. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 28. júlí 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.
Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Hannes Richardsson (HR). Auk nefndarmanna sat fundinn Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.
Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Garðaskoðun
3. Önnur mál
4. Fundi slitið
1. Fundur settur af formanni kl. 17:00
2. Umhverfisnefnd samþykkir tillögur garðaskoðunarnefndar um eftirfarandi viðurkenningar:
a. Viðurkenning fyrir varðveislu stríðsminja í einkagörðum, Steinvör 6 og Vesturströnd 31.
b. Viðurkenning fyrir opinn og snyrtilegan garð, Hrólfsskálavör 5
c. Viðurkenning fyrir vel skipulagðan og snyrtilegan garð, Bollagarðar 8
d. Viðurkenning fyrir samstillt átak og snyrtimennsku, Látraströnd 46-50
e. Garður ársins, Skáli (Hrólfsskálavör 15)
f. Viðurkenning fyrir gott viðhald eldra húss, Skáli (Hrólfsskálavör 15)
g. Tré ársins, Selja við Látraströnd 50
h. Gata ársins, Vallarbraut.
Þá var jafnframt samþykkt að veita Trimmklúbbi Seltjarnarness og Slysavarnadeild kvenna viðurkenningu fyrir frábæra þátttöku í hreinsunardeginum.
Viðurkenningar verða afhentar í Fræðasetrinu í Gróttu, fimmtudaginn 28. júlí kl. 18.00.
7. Önnur mál voru engin.
8. Fundargerð ritaði IS, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið klukkan 17:15
Ingimar Sigurðsson Stefán Bergmann
(sign.) (sign.)
Hannes R. Richardsson Kristín Ólafsdóttir
(sign.) (sign.)