178. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 28. apríl 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.
Mættir voru: Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ), Hannes R. Richardsson (HR) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG) sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.
Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Hreinsunardagur
3. Fornleifarannsóknir
4. Staðardagskrá 21
a) Vistvernd í verki
5. Önnur mál
a) Dagur umhverfisins 25. apríl
b) Erindi nema við Landbúnaðarháskólann
c) Landsráðstefna S21
6. Fundi slitið
1. Fundur settur af formanni kl. 17:06
2. Hreinsunardagur. MÖG fór yfir undirbúning dagsins og dreifði auglýsingaplaggi sem fer í hús á Seltjarnarnesi. Kom fram að búið væri að boða öll félagsamtök til leiks. Nefndarmenn minntir á að mæta í pökkun ruslapoka mánudaginn 2. maí klukkan 20:00. Samþykkt að MÖG sjái um næsta Umhverfishorn í tengslum við hreinsun bæjarins.
3. Fornleifarannsóknir. Skýrsla Fornleifaverndar ríkisins um tillögur um rannsóknir og skráningar á fornleifum á Seltjarnarnesi lögð fram og rædd. Í skýrslunni er gerð tillaga að verkáætlun Fornleifaverndar fyrir sumarið 2005, sem samrýmist fjárframlögum sem lögð hafa verið til verkefnisins. Ákveðið hefur verið að dr. Tim Horsley framkvæmi jarðsjármælingar á svæðinu við Byggarðsvör dagana 6. og 7. maí. Í skýrslunni kemur fram að niðurstöður mælinganna geti orðið góður grunnur að ákvörðunum um frekari fornleifarannsóknir á staðnum.
4. S21. a) Hrafnhildur fjallaði um framhald verkefnisins, en áætlað er að vinna haldi áfram í maí eftir nokkurt hlé. Einnig fjallað um Landsráðstefnu S21, sjá önnur mál c).
5. Önnur mál
a) Dagur umhverfisins 25. apríl. Hrafnhildur greindi frá því að dagurinn hefði tekist vel. Gróttudagurinn sem haldinn var í tengslum við daginn vakti líka mikla lukku meðal bæjarbúa og var fjölsóttur. Kom fram hjá Hrafnhildi að sett hefðu verið upp tvö útsýnisskilti útbúin af Árna Tryggvasyni út í Gróttu skömmu fyrir Gróttudaginn. Gróttudagurinn er haldinn árlega á vegum skólaskrifstofu, í ár sáu nemendur í 10. bekk Valhúsaskóla um daginn.
b) Erindi frá nemum Landbúnaðarháskólans. Lagt fram í nefndinni og rætt. Samþykkt að veita ekki styrkt í námsferð nemendanna, en slíkt hefur ekki tíðkast hjá nefndinni.
c) Landsráðstefna S21. Haldin í félagsheimili Kópavogs í 8. skiptið föstudaginn 29. apríl. Hrafnhildur mun sitja ráðstefnuna fyrir hönd Seltjarnarnessbæjar.
d) Haukur og Steinunn greindu frá göngu- og hjólastígaskilti (leiðarvísir) sem komið hefur verið upp við Bakkavör.
e) Haukur greindi frá gangi mála í sambandi útilistaverk sem Menningarnefnd hyggst setja upp. Áætlað að það rísi við Bygggarðsvör og verði tilbúið í júní.
Fundi slitið klukkan 18:05
Margrét Pálsdóttir Stefán Bergmann Magnús Örn Guðmundsson
(sign.) (sign.) (sign.)
Hannes R. Richardsson Kristín Ólafsdóttir
(sign.) (sign.)