177. fundur Umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 30. mars 2005, klukkan 17:00 á skrifstofu tæknideildar, Bygggörðum 1.
Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Valgerður Janusardóttir (VJ), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson sem ritaði fundargerð. . Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri. Gestir fundarins voru Sveinn Jakobsson, jarðfræðingur og Arngrímur Sverrisson og Hannes Ólafsson frá Gámaþjónustunni.
Dagskrá fundarins
1. Fundur settur
2. Svarti bakki.
a) Á fundinn mætir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur
3. Staðardagskrá 21
a) Á fundinn mætir fulltrúi Gámaþjónustunnar.
4. Bygggarðsvör
5. Hreinsunardagurinn 7. maí 2005
6. Önnur mál
7. Fundi slitið
1. Fundur settur af formanni kl. 17:00
2. Bygggarðsvör. Lögð fram drög af gjóskugreiningarskýrslu frá Margréti Hermanns eins og hún liggur fyrir núna, þ.e. myndatextar ásamt teikningum á vinnslustigi. Stutt í að lokaskýrsla klárist.
3. Svartibakki. Sveinn Jakobsson jarðfræðingur fjallaði stuttlega um svæðið og lýsti ánægju sinni með fyrir framtak nefndarinnar. Næsta skref er að hafa samband við Jón Eiríksson, vegna málsins. Sveinn vék af fundi.
4. S21. Arngrímur Sverrisson og Hannes Ólafsson frá Gámaþjónustunni komu á fundinn og fjölluðu um núverandi fyrirkomulag á vigtun á húsasorpi. Kom fram að núverandi kerfi býður ekki uppá nákvæmar mælingar sem hægt væri að innheimta eftir, að mati þeirra. Fjallað um tunnur fyrir lífrænan, sem spennandi möguleika með venjulegum ruslatunnum. Arngrímur og Hannes viku af fundi.
5. Hreinsunardagur. Haldinn 7. maí. Umsjónarmaður Hreinsunardags verður MÖG.
6. Önnur mál
a) Lagðir fram minnispunktar frá Hauki Kristjánssyni um skoðun á ástandi sjóvarnargarðs við Kotagranda á Seltjarnarnesi, sbr. síðasta fund.
b) Lögð fram kynning á Alþjóðlegu umhverfissamkeppninni “The International Awards for Liveable Communities” sem Akureyrarbær hefur verið beðinn um að kynna fyrir íslenskum sveitarfélögum.
7. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:30
Ingimar Sigurðsson Valgerður Janusardóttir Magnús Örn Guðmundsson
(sign.) (sign.) (sign.)
Margrét Pálsdóttir Kristín Ólafsdóttir
(sign.) (sign.)