329. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 3. desember 2024 kl. 8:15
Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T. Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Stefán Bergmann.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulags- og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að eitt mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það er mál nr. 3 sem fjallar um skýrslu um ástand varpfuglastofna á Seltjarnarnesi árið 2024 sem Jóhann Óli Hilmarsson hefur unnið fyrir nefndina.
Dagskrá:
1. 2024110129 - Sýnatökur neysluvatns í október
Borist hafa niðurstöður úr reglubundinni sýnatöku á neysluvatni á Seltjarnarnesi fyrir októbermánuð 2024 Frá Heilbrigðiseftirliti.
Niðurstöður uppfylla gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001.
Afgreiðsla: Lagt fram.
2. 2024010300 - Endurskoðun friðlýsingar Gróttu
Borist hefur bréf frá Umhverfisstofnun sem telur mikilvægt að ljúka því endurskoðunarferli á friðlýsingu Gróttu sem hefur verið til umræðu frá árinu 2019.
Afgreiðsla: Umhverfisnefnd hefur tilkynnt Umhverfisstofnun að nefndin hyggist ljúka vinnu við endurskoðun friðlýsingar friðlandsins Gróttu í samstarfi við stofnunina. Samkvæmt svari stofnunarinnar mun verkefnið flytjast yfir til Náttúruverndarstofnunar þann 1. janúar 2025.
Á fundi umhverfisnefndar þann 5. nóvember 2024 var boðað að tillögu að útfærslu friðlýsingar yrði beint til bæjarstjórnar til kynningar á næsta fundi nefndarinnar. Vegna breytinga sem nefndin telur að þurfi að gera á fyrirliggjandi drögum að nýjum friðlýsingarskilmálum (vinnuskjal) mun nefndin hins vegar áður senda hinni nýju stofnun tillögu að breytingum á fyrirliggjandi drögum sem snúa meðal annars að undanþágum vegna nýtingar auðlinda í jörðu. Að því loknu stefnir nefndin á að afgreiða málið og senda bæjarstjórn tillögu eins og áður hafði verið ákveðið.
3. Varpfuglar á Seltjarnarnesi árið 2024
Borist hefur skýrsla um ástand varpfuglastofna árið 2024 sem Jóhann Óli Hilmarsson hefur unnið fyrir nefndina. Í skýrslunni kemur fram að árið 2024 hafi í heildina verið nokkuð gott fyrir fuglalífið, þrátt fyrir fremur kalt vor og sumar. Menn og fuglar lifðu í sátt og samlyndi og engir stórárekstrar urðu milli þeirra.
Tillaga að afgreiðslu: Nefndin þakkar Jóhanni Óla fyrir greinargóða og vandaða skýrslu. Skýrslan undirstrikar nauðsyn árlegrar talningar.
Fundi lauk 17:45