328. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 5. nóvember 2024 kl. 8:15
Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T. Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Magnea Gylfadóttir, Stefán Bergmann.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 2024090278 - Greiðslur til sveitarfélaga vegna plastsöfnunar á víðavangi
Í samræmi við ákvæði um framlengda framleiðendaábyrgð á plastvörum í lögum nr. 103/2021 (hringrásarlögin) sem tóku gildi 1. janúar 2023 ber Úrvinnslusjóði, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda, að fjármagna hreinsun á rusli á víðavangi sem er til komið vegna plastvara sem lögin tilgreina, ásamt flutningi og annarri meðhöndlun þess. Um er að ræða:
a. ílát, með eða án loks, sem ætluð eru undir matvæli til neyslu á sölustað eða annars staðar sem er jafnan neytt beint úr viðkomandi íláti og eru tilbúin til neyslu án frekari tilreiðslu, svo sem eldunar, suðu eða hitunar,
b. umbúðir úr sveigjanlegu efni, sem ætlaðar eru til að vefja utan um matvæli sem neytt er beint úr viðkomandi umbúðum án frekari tilreiðslu,
c. drykkjarílát að rúmmáli allt að þremur lítrum, þ.m.t. lok, en undanskilin eru drykkjarílát úr gleri eða málmi sem hafa lok úr plasti,
d. drykkjarmál, þ.m.t. lok,
e. burðarpokar úr plasti sem eru þynnri en 50 míkrómetrar,
f. blautþurrkur til heimilis- og einkanota,
g. blöðrur,
h. tóbaksvörur með síu og stakar síur fyrir tóbaksvörur.
Úrvinnslusjóður ber ekki ábyrgð á hreinsun og söfnun vegna plastumbúða fyrir einnota drykkjarvörur sem bera skilagjald samkvæmt staflið c.
Afgreiðsla: Lagt fram.
2. 2024110009 - Ályktun Skógræktarfélags Íslands um vörsluskyldu búfjár
Borist hefur bréf frá Skóræktarfélagi Íslands þar sem erindi frá aðalfundi félagsins er komið á framfæri. Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst – 1. september 2024, hvetur ríki og sveitarfélög til þess að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.
Afgreiðsla: Lagt fram.
3. 2024010300 – Endurskoðun friðlýsingar Gróttu
Borist hefur bréf frá Umhverfisstofnun sem telur mikilvægt að ljúka því endurskoðunarferli á friðlýsingu Gróttu sem hefur verið til umræðu frá árinu 2019.
Afgreiðsla: Málið verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar þann 20. nóvember næstkomandi og rökstuddri tillögu nefndarinnar að útfærslu friðlýsingar fiðlandsins Gróttu beint til bæjarstjórnar til kynningar.
4. 2024110012 - Saurgerlavöktun 2024
Rýnt í niðurstöður mælinga á strandsjó frá heilbrigðiseftirliti HEF í ágúst 2024 sem kynntar voru á 327. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla: Hannes gerði grein fyrir niðurstöðum mælinga.
5. 2024110013 - Neysluvatnssýni í september 2024
Lagðar fram niðurstöður úr reglubundinni sýnatöku á neysluvatni á Seltjarnarnesi fyrir septembermánuð. Niðurstöðurnar uppfylla gæðakröfur neysluvatnsreglugerðar nr. 536/2001.
Afgreiðsla: Lagt fram.
Næsti fundur ákveðinn 20. nóvember kl 8:15
Fundi slitið 09:35