326. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 28. maí 2024 kl. 08:15
Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T. Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Magnea Gylfadóttir, Stefán Bergmann
Fundarritari: Helga Hvanndal Björnsdóttir
Dagskrá:
1. 2024040009 – Lausaganga katta á Seltjarnarnesi 2024
Tillaga að breytingum á samþykkt um kattahald á Seltjarnarnesi.
Bókun: Umhverfisnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á samþykkt nr. 184/2011 um kattahald á Seltjarnarnesi:
1.gr.
Í stað heitisins „Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis“ í 2. gr. kemur heitið „Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF)“. Í 6. gr. kemur skammstöfunin „HEF“ í stað heitisins „Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis“.
2.gr.
Við 5. gr. bætist ný málsgrein:
Kettir eru óheimilir í friðlandi Bakkatjarnar og Gróttu á varptíma fugla frá 1. maí til og með 15. júlí ár hvert. Seltjarnarnesbær skal gera ráðstafanir til að fanga ketti sem fara um friðlöndin á varptíma og er heimilt í því skyni að koma fyrir búrum, agni eða sambærilegum tækjum. Ákvæði 2. og 3. ml. 8. gr. gilda um ráðstöfun kattar sem er þannig fangaður.
2. 2024010300 – Friðlýsing Grótta - endurskoðun
Umræða um endurskoðun á friðlýsingarskilmálum Gróttu.
Bókun: Umhverfisnefnd ákveður að endurskoða tillögu samstarfshóps að uppfærðum friðlýsingarskilmálum frá 2022 og verður hún lögð fram á næsta fundi. Vinnufundur verður haldinn þann 20. júní nk.
3. 2024050194 – Ráðstafanir vegna minks á Seltjarnarnesi
Töluvert hefur borið á mink á Seltjarnarnesi. Lagt er til að meindýraeyði verði falið að vakta varpsvæði fugla á vestursvæðum í sumar.
Bókun: Umhverfisnefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að meindýraeyðir vakti varpsvæði reglulega.
4. 2024050193 – Girðing meðfram fuglavarpi á Vestursvæðum
Lagt er til að sett verði niður girðing umhverfis varpsvæði við Snoppu sem og umhverfis búsvæði fugla við Bakkatjörn. Girðingin er sambærileg þeirri sem sett var upp meðfram varpsvæði í Gróttu og verður efni lagt til af Umhverfisstofnun.
Bókun: Umhverfisnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að fylgja málinu eftir í samstarfi við Umhverfisstofnun.
5. 2024050195 - Vöktun fuglavarps á Seltjarnarnesi 2024
Yfirferð á stöðu fuglavarps á Seltjarnarnesi.
Bókun: Verkefnastjóri umhverfismála gerði nefndinni grein fyrir stöðunni.
6. 2024050198 - Hundaskilti 2024
Umræður um lausagöngu hunda á Seltjarnarnesi og uppsetningu viðeigandi skilta.
Bókun: Umhverfisnefnd þakkar fyrir skjót viðbrögð bæjarstarfsmanna við fjölgun skilta og hvetur til skoðunar á frekari fjölgun þar sem þess er þörf.
7. 2024020205 - Stóri plokkdagurinn 2024
Stóri plokkdagurinn var haldinn 28. apríl. Íbúar Seltjarnarnesbæjar tóku til hendinni og plokkuðu rusl í bænum og Rótarýklúbburinn stóð fyrir plokkviðburði við Gróttu sem og Seltjarnarneskirkja sem skipulagði plokkviðburð fyrir sóknargesti.
Bókun: Umhverfisnefnd fagnar þátttöku íbúa og félagasamtaka í stóra plokkdeginum.
8. Önnur mál:
Umhverfisnefnd fagnar góðri þátttöku Seltirninga í umhverfisdögum 6. -13. maí.
Umhverfisnefnd telur skynsamlegast að verkefnastjóri umhverfismála beri ábyrgð á meðhöndlun særðra fugla á Seltjarnarnesi.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjaryfirvöld að útleiga á Fræðasafni í Gróttu verði takmörkuð í aðdraganda og kjölfar lokunar.
Fundi slitið: 10:00