322. fundur Umhverfisnefndar haldinn í fundarsal bæjarstjórnar á bæjarskrifstofunni, þriðjudaginn 21. nóvember 2023 kl. 08:00
Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes T. Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Stefán Bergmann, Magnea Gylfadóttir.
Fundarritari: Gunnlaugur Jónasson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs og starfsmaður nefndar.
Dagskrá:
1. 2023050205 - Stjórn Reykjanesfólkvangs
Fundargerð Stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 15. júní 2023 lögð fram.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að valin verði nýr fulltrúi í stað Steinunnar Árnadóttur og annar til vara.
2. 2023030088 – Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið
Formaður umhverfisnefndar kynnti það sem fram fór á nýlegum fundi um loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins og kynnti tillögur að aðgerðum í vinnslu.
Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2023110133 – Ráðning verkefnastjóra umhverfismála
Sviðsstjóri upplýsti um ráðningu nýs verkefnastjóra umhverfismála. Gengið hefur verið frá ráðningu Helgu Hvanndal Björnsdóttur í starfið. Hefur störf þann 1. janúar 2024.
Lagt fram.
Fundi slitið: 09:20