Fara í efni

Umhverfisnefnd

321. fundur 22. ágúst 2023

321. fundur Umhverfisnefndar haldinn í Þjónustumiðstöð Seltjarnarnesbæjar, þriðjudaginn 22.08.2023 kl. 08:15

Mættir: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Stefán Bergmann og Magnea Gylfadóttir.

Starfsmenn: Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri

Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri

Dagskrá:

1. 2023010095 - Ráðstafanir varðandi Kríuvarp á Seltjarnarnesi

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur mætti og gerði grein fyrir varpi sumarsins og fór yfir væntanlega skýrslu.

Nefndin þakkar Jóhanni Óla góða kynningu. Við blasir að aðgerðir sumarsins skiluðu árangri.

2. 2021120132 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.

Garðyrkjustjóri fór yfir stöðu málsins

Nefndin þakkar kynninguna

3. 2023040157 - Endurskoðun á sorphirðusamþykkt.

Garðyrkjustjóri fór yfir stöðu málsins.

Nefndin þakkar kynninguna.

4. 2023050204 - Samþykkt um friðun trjáa

Garðyrkjustjóri fer yfir sambærilegar samþykktir annarra sveitarfélaga

Nefndin telur ekki ástæðu til að setja sérstakar samþykktir um friðun trjáa að svo stöddu.

5. 2023020034 - Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæði - breyting vegna grenndarstöðva

Garðyrkjustjóri kynnir hugmynd af skipulagsbreytingum vegna grenndarstöðva.

Nefndin þakkar kynninguna og óskar eftir að samráð verði haft við nefndina um endanlega útfærslu.

6. 2023060006 - Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ

Lokaskýrsla og umræða.

Nefndin þakkar kynninguna.

7. 202308-0007 - Umhverfisviðurkenningar

Nefndin ræddi fyrirkomulag umhverfisviðurkenninga.

Önnur mál

Nefndin þakkar garðyrkjustjóra fyrir samstarfið og vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?