320. fundur umhverfisnefndar haldinn í Bæjarstjórnarsal Seltjarnarnesbæjar, þriðjudaginn 06.06.2023 kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Dór Sigurðsson, formaður, Hannes Tryggvi Hafstein, varaformaður, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, aðalmaður
Stefán Bergmann, aðalmaður Magnea Gylfadóttir, aðalmaður
Fundargerð ritaði: Grétar Dór Sigurðsson, formaður
Dagskrá:
1. 2023060006 - Sumarstörf hjá Seltjarnarnesbæ
Minnisblað Ingimars Ingimarssonar dagsett 31. maí 2023 lagt fram til kynningar. Minnisblaðið fjallar um stöðu á ráðningu sumarstarfsmanna sem hefur gengið illa.
Nefndin þakkar fyrir upplýsingar um stöðu mála. Nefndin bendir á mikilvægi þess að auglýsa störf með góðum fyrirvara. Þá verður að leita leiða til að ná betur til ungs fólks, t.a.m. með notkun fleiri miðla.
2. 2021120132 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - Staða verkefnisins
Minnisblað Ingimars Ingimarssonar dagsett 1. júní 2023 lagt fram til kynningar.
Nefndin þakkar fyrir upplýsingar um stöðu mála. Huga þarf að frekari kynningu fyrir bæjarbúa til viðbótar kynningu SSH. Nefndin leggur til að samfélagsmiðlar verði nýttir til kynningar. Jafnframt að lögð verði áhersla á hvatningu og fræðslu.
3. 2023050174 - Skógrækt
Bréf Sveins Runólfssonar formanns VÍN dagsett 14. apríl 2023 til Sambands íslenskra sveitarfélaga lagt fram til kynningar.
Erindi Skógræktarfélags Íslands dagsett 22. maí 2023 til allra sveitarfélaga lagt fram til kynningar.
Nefndin fjallaði um erindin.
4. 2023050204 - Samþykkt um friðun trjáa
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar.
5. 2023010095 - Ráðstafanir varðandi Kríuvarp á Seltjarnarnesi
Minnisblað Ingimars Ingimarssonar dagsett 2. júní 2023 lagt fram til kynningar.
Nefndin fjallaði um stöðu mála. Nefndin áréttar mikilvægi kynningar og fræðslu, einkum að því er varðar lausagöngu katta á varptíma. Nefndin felur garðyrkjustjóra að fylgja eftir áætlun til verndarvarpi með viðeigandi kynningu. Nefndin kallar jafnframt eftir upplýsingaskiltum til að stuðla að betri umgengni við varpsvæði og minnir á að bæjarráð hefur samþykkt áðurnefnda áætlun nefndarinnar.
6. 2023050205 - Stjórn Reykjanesfólkvangs - Fundargerðir
Fundargerðir af fundum Stjórnar Reykjanesfólkvangs 25. apríl og 23. maí 2023 lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið 09:30