318. fundur Umhverfisnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal Seltjarnarnesbæjar, þriðjudaginn 07. mars 2023 kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Stefán Bergmann, Karen María Jónsdóttir
Starfsmenn: Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri
Dagskrá:
1. 2023010130 – Varpfuglar á Seltjarnarnesi árið 2022
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur mætti og kynnti skýrsluna ,,Varpfuglar á Seltjarnarnesi árið 2022“
Nefndin þakkar kynninguna. Nefndin leggur áherslu á nauðsyn reglulegrar talningar eins og gert hefur verið síðustu áratugi.
2. 2015020038 – Ráðstafanir varðandi Kríuvarp á Seltjarnarnesi
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur, Guðmundur Björnsson meindýraeyðir og Jón Hjaltason mættu undir þessum lið.
Nefndin þakkar gestum fyrir gagnlegar kynningar. Nefndin telur nauðsynlegt að efla aðgerðir til verndar varpi. Starfsmanni nefndarinnar er falið að gera áætlun á grundvelli þess er fram kom á fundinum. Starfsmanni falið að vera í sambandi við umhverfisstofnun varðandi Gróttu. Nefndin mun á haustmánuðum vinna og leggja fram verndaráætlun til lengri tíma.
3. 2022100173 - Grjóthrúga við göngustíg á Snoppu
Upplýsingar frá starfsmanni nefndarinnar. Starfmaður kynnti notkun á efni úr hrúgunni í grunn nýrrar leikskólalóðar og í grjótvarnargarða.
Fulltrúar samfylkingar og óháðra leggja fram svohljóðandi bókum:
,,Fjarlægja ber grjóthrúguna við Kotagranda umsvifalaust. Í fyrsta lagi þá er hrúgan staðsett á hluta lands sem samkvæmt landnotkunarflokkum, með vísan í reglugerð með Skipulagslögum og Aðalskipulag Seltjarnarness, er skilgreint sem opið svæði sem ætlað er undir útivist. Þar með er skýrt að ráðstöfun og takmörkun landsins heimlar ekki efnislosun. Í öðru lagi er um óleyfisframkvæmd að ræða þar sem beiðni um framkvæmdarleyfi fór ekki fyrir skipulags- og umferðarnefnd, enda hefði nefndinni verið óheimilt að gefa út slíkt leyfi, samkvæmt framangreindri reglugerð, þar sem það samrýmist ekki stefnu um landnotkun í samþykktu Aðalskipulagi Seltjarnarness. Því brýtur bærinn með staðsetningu hrúgunnar í besta falli í bága við eigin yfirlýsingar en í versta falli við lög. Í þriðja lagi er um stórt öryggismál að ræða. Gróthrúgan er staðsett við göngu og hjólaleið á einu helsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og ekki afgirt með þeim hætti að af henni geti ekki hlotist skaði, en með því er bærinn einnig að bregðast skyldum sínum við almenning. Í Aðalskipulagi er heimild fyrir því að geyma grjót og annað hreint efni tímabundið innan athafnasvæðis bæjarins án þess að sérstakt leyfi þurfi til. Mælst er til þess að efnið verði fært þangað strax og samhliða verði svæðið á Kotagranda fært til fyrra horfs.“
KMJ, SB
Hannes Tryggvi Hafstein lagði fram svohljóðandi bókun
,,Undirritaður krefst þess að óflokkuðu grjóti- og jarðvegsúrgangi sem komið var fyrir síðasta haust á hverfisvernduðu svæði við göngustíginn á Kotagranda og Snoppu á vestursvæðum Seltjarnarness verði fjarlægt hið fyrsta. Bæta þarf samskipti og vinnubrögð með formlegum afgreiðslum fagnefnda áður en samþykki er veitt m.a. fyrir losun jarðvegsúrgangs í sveitarfélaginu utan skilgreindra svæða.“
HTH
4. 2023030035 - Sjóvarnargarðar við Seltjarnarnes
Starfsmaður kynnti minnisblað.
Nefndin felur starfsmanni að vinna málið áfram.
5. 202023020034 - Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæði - breyting vegna grenndarstöðva
Starfsmaður kynnti minnisblað um grenndarstöðvar.
Nefndin þakkar kynninguna og leggur áherslu á að ákvörðun um útfærslu og staðsetning verði tekin í samráði við nefndina.
6. 2023030023 - Gróðureldar, forvarnir og skipulag
Starfsmaður kynnti starf hóps um gróðurelda á höfuðborgarsvæðinu.
Nefndin þakkar kynninguna og felur starfsmanni að vinna áfram málið.
7. 2023030036 – Stóri Plokkdagurinn
Málið rætt, starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram í samræmi við umræðu nefndarinnar.
Fundi slitið 11:08