Haldinn var 317. fundur Umhverfisnefndar í fundarsal umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar, þriðjudaginn 10. janúar 2023 kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Dór Sigurðsson, Hannes Tryggvi Hafstein, Stefán Bergmann og Magnea Gylfadóttir
Starfsmenn: Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Ingimar Ingimarsson, garðyrkjustjóri
Dagskrá:
1. 2021080052 - Útilistaverk við Hrólfskálavör 2
(Fyrirspurn um útilistaverk við Hrólfsskálavör 2)
Frestuð afgreiðsla frá fundi 316
Umhverfisnefnd telur skorta frekari gögn um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar og tekur jafnframt undir umsögn náttúrufræðistofnunnar. Nefndin vekur einnig athygli á mögulegu fordæmisgildi slíkrar framkvæmdar.
Bókun:
Meirihluti umhverfisnefndar getur ekki fallist á að umrætt verk verði sett upp í almannarými um miðbik fjöru utan lóðarmarka við Hrólfsskálamel.
HTH, MG, SB.
2. 2015020038 - Sjóvarnargarðar
Yfirferð yfir stöðu mála
Umhverfisnefnd felur starfsmanni að kanna hvaða framkvæmdir við sjóvarnir eru á dagskrá vegagerðarinnar næstu árin.
3. 2022100173 - Grjóthrúga við göngustíg á Snoppu
Upplýsingar frá starfsmanni nefndarinnar
Umhverfisnefnd ítrekar fyrri samþykkt sína um að grjót- og jarðvegshrúgan verði fjarlægð hið fyrsta.
4. 2023010095 - Ráðstafanir varðandi Kríuvarp á Seltjarnarnesi
Yfirferð yfir stöðu mála
Umhverfisnefnd vinnur áfram að málinu með það fyrir augum að gripið verði til fyrirbyggjandi aðgerða til verndar varpi.
5. 2021120132 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu
Kynning frá starfsmanni
Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.
6. 2022060117 - Fundardagskrá ársins
(Fundir umhverfisnefndar)
Fundir umhverfisnefndar verða að óbreyttu sem hér segir:
10.01.2023 - 28.02.2023 - 18.04.2023 - 06.06.2023 - 22.08.2023 - 03.10.2023 - 15.11.2023
Önnur mál:
- Kynnt staða við sjósundsskýli.
Málið í farvegi
Næsti fundur fyrirhugaður 28.02.23
Fundi slitið 10:08