314. fundur umhverfisnefndar haldinn þann 30. júní 2022 kl. 08:00-09:32 í sal bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, Austurströnd 2 Seltjarnarnesi.
Nefndarmenn:
Grétar Dór Sigurðsson, formaður
Hannes Tryggvi Hafstein, aðalmaður
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, aðalmaður
Stefán Bergmann, aðalmaður
Magnea Gylfadóttir, aðalmaður
Starfsmaður: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri
Dagskrá:
1. 2021080052 - Fyrirspurn um útilistaverk við Hrólfsskálavör 2
Lagðar fram umsagnir vegna fyrirspurnar um útilistaverk við Hrólfskálavör 2. Málið var áður á dagskrá 309. fundar umhverfisnefndar þar sem nefndin tók jákvætt í erindið en óskaði eftir umsögnum viðeigandi opinberra aðila.
Umhverfisnefnd felur formanni nefndarinnar að afla frekari upplýsinga um framkvæmdina og áhrif hennar á umhverfið einnig að óska eftir skýringum framkvæmdaraðila á fyrirhuguðu aðgengi almennings að verkinu.
2. 2022060127 - Umhverfisviðurkenningar 2022
Árlega veitir umhverfisnefnd viðurkenningu fyrir aðgerðir í þágu umhverfisins.
Umhverfisnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að óska eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2022.
3. 2022060128 - Kríutalning 2022
Á tveggja ára fresti hefur umhverfisnefnd óskað eftir fuglatalningu á Seltjarnarnesi. Jóhann Óli fuglafræðingur var fenginn til að framkvæma kríutalningu í byrjun júní 2022 og verða niðurstöður kynntar síðar.
4. Kosning varaformanns
Hannes Tryggvi Hafstein er kosinn varaformaður með 3 greiddum atkvæðum.
5. Önnur mál
Umhverfisnefnd telur að ný og gömul mál á sviði umhverfismála þarfnist frekari úrvinnslu og samstarfs milli nefnda og stjórna innan bæjarkerfisins.
Fundi slitið