Fara í efni

Umhverfisnefnd

03. maí 2022

313. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 3. maí 2022 kl. 08:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Mætt: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir og Stefán Bergmann

Starfsmaður: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs

Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson


Dagskrá:


1. 2019090236 - Endurskoðun friðlýsingaskilmála friðlandsins Gróttu.

Umhverfisnefnd þakkar Umhverfisstofnun góða kynningu fyrir bæjarstjórn og fagnefndum sveitarfélagsins á tillögu samstarfsnefndar um framtíðarskipan mála á Vestursvæðum Seltjarnarness með áherslu á stöðu friðlandsins Gróttu og nánasta umhverfis. Svæðið verður áfram allt opið umferð gangandi fólks árið um kring, en Grótta sjálf er lokuð á varptíma eins og verið hefur síðan 1974. Takmarkanir á Seltjörn ná aðeins til truflandi umferðar farartækja á varptíma en sjósund, kajakar, árabátar og sambærileg faratæki verða samkvæmt tillögunni áfram leyfð. Nýja tillagan er komin til bæjarstjórnar sem tekur ákvörðun um hvort hún fari í auglýsingu og 6 vikna kynningar og umsagnarferli eins og lög gera ráð fyrir. Í kjölfarið geta Seltirningar sett fram athugasemdir og ábendingar ef einhverjar eru. Í framhaldinu tekur ný bæjarstjórn afstöðu til ábendinga og endanlega afstöðu.

Umhverfisnefnd leggur til að tillagan fari í lögbundin farveg með auglýsingu og 6 vikna umþóttunartíma.


2.  2022050024 - Umhverfisviðurkenningar 2022.

Málið rætt og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að koma með tilnefningar.


3. 2022050025 - Mengunarmælingar heilbrigðiseftirlitsins á saurgerlabakteríum í fjörum og strandsjó við Seltjarnarness.

Umhverfisnefnd telur mikilvægt að breytt skipan heilbrigðiseftirlits í bænum dragi ekki úr mengunareftirliti í fjörum og strandsjó við Seltjarnarnes. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis hefur frá árinu 2004 vaktað strandlengju Seltjarnarness með sýnatökum á saurgerlabakteríum við útrásir annan hvern mánuð sem gefa mikilvægar upplýsingar um ástand hverju sinni.


4. 2022050026 - Undirbúningur við lokun friðlandsins Gróttu vegna fuglavarps.

Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að undirbúa lokun friðlandsins Gróttu vegna fuglavarps í sumar.


5. 2022050027 - Stóri plokkdagurinn 2022.

Umhverfisnefnd þakkar þeim fjölmörgum íbúum sem lögðu hönd á plóg við að plokka rusl á Seltjarnarnesi á Stóra plokkdeginum sunnudaginn 24. apríl s.l.


6. Önnur mál.

Umhverfisnefnd vil þakka Gísla Hermannssyni, Einari Má Steingrímssyni, Brynjari Þóri Jónassyni og Steinunni Árnadóttur fyrir ánægjulegt samstarf á yfirstandandi kjörtímabili.


Fundi slitið: 09:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?