310. fundur um umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar
10. febrúar 2022 kl. 08:36-09:57
Fór fram í gegnum fjarfundarbúnað.
Nefndarmenn: Hannes Tryggvi Hafstein formaður, Guðrún Jónsdóttir varaformaður, Stefán Bergmann aðalmaður Dagbjört H. Kristinsdóttir aðalmaður, Hákon Róbert Jónsson aðalmaður
Starfsmaður: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri
Gestur: Jón Kjartan Ágústsson
Dagskrá:
1. 2022010325 -Samræming úrgangsflokkunar
Á fundinn mætti Jón Kjartan Ágústsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og kynnti fyrirhugaða samræmda úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfisnefnd leggur til að unnið verði áfram með samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu og að undirrituð verði fyrirliggjandi viljayfirlýsing um áframhaldandi samstarf.