309. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 16. nóvember 2021 kl. 16:30 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.
Boðaðir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Stefán Bergmann og Brynjar Þór Jónasson.
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson
Fundur settur: 16:30
Dagskrá:
-
Málsnúmer: 2021080052.
Fyrirspurn um útilistaverk við Hrólfsskálavör 2.
Umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að á svæðinu eru skráðar fornminjar og fjörur Seltjarnarness eru á náttúruminjaskrá. Nefndin bendir á að umsækjandi þurfi að afla umsagna viðeigandi opinberra aðilla áður en hægt er að taka ákvörðun í málinu. Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að setja málið aftur fyrir fund nefndarinnar þegar umsagnir liggja fyrir.
-
Málsnúmer: 2021050191.
Safntröð 5 - fyrirspurn vegna mögulegrar stækkunar á lóð og safnhúsi.Umhverfisnefnd tekur almennt jákvætt í stækkun húss Náttúruminjasafnsins neðanjarðar. Fyrirliggjandi teikning reiknar með opnun út á norðurtúnið í Nesi. Umhverfisnefnd getur ekki fallist á þessa útfærslu vegna óhjákvæmilegs rasks að mati nefndarinnar. Tillaga skapar vont fordæmi og rýrir traust almennings til stefnufestu bæjaryfirvalda að varðveita opin svæði þ.m.t. Vestursvæðið. Sjá einnig bókun nefndarinnar á 308. fundi hennar frá 14.09.21.
-
Málsnúmer: 2021040216.
Fuglatalningar.Umhverfisnefnd telur mikilvægt að fuglatalningar á Seltjarnarnesi fari fram á hverju ári til að fá betri upplýsingar um varpsvæði og dreifingu fugla milli ára. Talningar veita jafnframt upplýsingar um ástand, ógnir og aðra þætti í umhverfinu. Á Seltjarnarnesi hefur farið fram ein lengsta samfelda rannsókn á einstöku kríuvarpi á öllu landinu og er gjarnan vitnað í rannsóknir á Seltjarnarnesi. Náttúrustofnun Íslands leggur m.a. til að fuglatalningar fari fram árlega til að fá betri upplýsingar um fjölda, varpárangur o.fl. Umhverfisnefnd hvetur bæjarstjórn til að tryggja fé til fuglatalninga 2022.
-
Málsnúmer : 2021100157 .
Kynning á tillögu friðlýsingar Bessastaðaness.Umhverfisnefnd fagnar friðlýsingunni og gerir ekki athugasemdir við framkomna tillögu.
-
Önnur mál
Umhverfisnefnd þakkar öllum hlutaðeigandi frágang við endurbætur á stíg við Kotagranda.
Fundi slitið: 17:50