308. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 14. september 2021 kl. 17:00 að Austurströnd 1.
Boðaðir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Stefán Bergmann og Brynjar Þór Jónasson.
Fundargerð ritaði: Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundur settur: 17:00
Dagskrá:
-
Málsnúmer: 2021050191.
Safntröð 5 - fyrirspurn vegna mögulegrar stækkunar á lóð og safnhúsi.Umhverfisnefnd hefur kynnt sér fyrstu tillögur að fyrirkomulagi viðbyggingarinnar. Á kynningarfundi með hönnuði var sammælst um að skoða nánar frábrugðna útfærslu til að minnka áhrif og fordæmi inn á Vestursvæðið og að skoða þyrfti núverandi lóðarmörk safnahússins. Nefndin væntir þess að fram komi fleiri hugmyndir til athugunar. Nefndin tekur jákvætt í beiðnina um bætta aðstöðu safnsins og óskar eftir því að hönnuðir leggi sem fyrst fram tillögu í samræmi við kynningu á fundi með umhverfisnefnd frá 28. júní 2021.
-
Málsnúmer: 2021060110.
Umhverfisviðurkenningar 2021.Tillögur að umhverfisviðurkenningum 2021 ræddar og samþykktar.
-
Málsnúmer: 2021040217.
Árlegt ferðabann um friðlandið Gróttu á varptíma.Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja frágang eftir lokanir sumarssins vegna fuglavarps í Gróttu.
-
Önnur mál.
Almennar umræður fóru fram á fundinum um gerð stígs á Kotagranda og notkun Valhúsahæðar til heilsueflingar í verkefni Janusar.
Fundi slitið: 18:31