Fara í efni

Umhverfisnefnd

01. september 2020

302. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 1. september 2020 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Mættir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Már Steingrímsson.

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.

Fundur settur: 17:00

Dagskrá:

  1. Málsnúmer: 2020060032.
    Umhverfisviðurkenningar 2020.

    Tillögur ræddar og samþykktar.

  2. Málsnúmer: 2020080038.
    Ósk um stuðning við verkefnið Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs.

    Samþykkt að veita kr. 200.000 í styrk.

  3. Málsnúmer: 2020080448.
    Möguleikar Valhúsahæðar til útivistar.

    Umhverfisnefnd gerir það að tillögu sinni að bæjarráð taki mál Valhúsahæðar upp með formlegum hætti til undirbúnings einstökum verkefnum fyrir bætta aðstöðu á hæðinni með hliðsjón af heildarsýn deiliskipulagsins. Nefndin leggur gögn sín fram til þeirrar vinnu. Í þeim koma fram hugmyndir um hlutverk svæðisins og framkvæmdir í þágu útivistar, gróður- og landslagsverndar auk heilsueflandi samfélags.

  4. Málsnúmer: 2020080451.
    Viðhald Gróttuvita sumarið 2020.

    Umhverfisnefnd mælist til að almennt viðhald Gróttuvita fari ekki fram á varptíma fulga.

  5. Málsnúmer: 2020080454.
    Bygggarðsvör, Kisuklappir og Bollasteinn.

    Umhverfisnefnd leggur áherslu á að endurhæfing svæðisins verði forgangsverkefni og unnin af virðingu fyrir náttúru og sögu svæðisins og hlutverki þess til framtíðar. Nefndin minnir á niðurstöðu fornleifarannsókna sem unnar voru að hennar frumkvæði 2004 og 2005 og varða m.a. háan aldur elstu minja sem fundust.

  6. Önnur mál.

    Engin önnur mál.

Fundi slitið: 19:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?