299. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.
Mættir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir og Stefán Bergmann.
Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.
Fundur settur: 17:00
Dagskrá:
-
Málsnúmer: 2020020144.
Leitað leyfis landeiganda eða annars rétthafa vegna lagningar húsbíla, tjaldvagna o.fl. erindi til allra sveitarstjórna.Erindinu er hafnað
-
Málsnúmer: 2020030053.
Dæluhús 6 við Bygggarða – umsókn um byggingarleyfi til að setja upp stálmastur og farsímaloftnet.Nefndin hafnar staðsetningunni sem lögð er til. Þessi staðsetning er við útivistarsvæði bæjarins og er mikil sjónmengun af slíku mastri á þessum stað.
-
Málsnúmer: 2020030136.
Tilkynning frá stjórnarráðinu varðandi skýrslu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar frá flugeldum.Málið lagt fram og rætt. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
-
Önnur mál.
-
Rætt var um stöðu Valhúsahæðar og hlutverk hennar í bæjarlífinu til framtíðar.
-
Umhverfisnefnd hvetur bæjarstjórn til að fjölga minkagildrum á Seltjarnarnesi.
-
Fundi slitið: 18:58