Fara í efni

Umhverfisnefnd

173. fundur 25. nóvember 2004

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Útilistaverk

3. Erindi Lionsklúbbs Seltjarnarness

4. Önnur mál

5. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 17:06.

2. Lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar og Heilbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis um útilistaverk. Eftirfarandi texti lagður fram sem umsögn nefndarinnar:

"Umhverfisnefnd hefur fengið til umsagnar frá Skipulags- og mannvirkjanefnd erindi Menningarnefndar um útilistaverk við Kisuklappir.

Nefndin hefur fjallað um erindið á tveimur fundum og samþykkti á fundi sínum þann 28. október s.l. að óska umsagnar Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar og Heilbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis.

Að fengu áliti þessara aðila, sem fylgir hér með gerir nefndin ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu verksins.

Nefndin bendir þó á eftirfarandi atriði:

1. Nú er unnið að fornleifauppgreftri við Bygggarðsvör. Fyrirhuguð staðstetning verksins er á svæði þar sem hugsanlega gætu leynst fornminjar. Nefndin tekur undir með Fornleifavernd, að fulltrúi hennar verði viðstaddur þegar gröftur hefst og að framkvæmdir við verkið verði stöðvaðar, sé það nauðsynlegt með tilvísan til laga um fornleifar.

2. Við uppsetningu verksins verði þess gætt að raska sem minnst því umhverfi sem vinna þarf í.

3. Nefndin tekur undir með Umhverfisstofnun sem mælir með því að frárennsli frá lauginni liggi í grjótsvelg (púkk) og að efni í grjótsvelginn verði ekki sótt í fjöruna". Umsögnin samþykkt samhljóða.

3. Erindi Lionsklúbbsins um styrk vegna merkinga á þekktum kennileitum á Seltjarnarnesi tekið fyrir. Samþykkt að veita 100.000 kr. styrk til verkefnsins á þessu ári.

4. Önnur mál:

a) Hrafnhildur kynnti nýútkomna skýrslu sem unnin var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um menningarminjar á strandsvæðum - en þar skipar Seltjarnarnes sérstakan sess. Hrafnhildur dreifði samantekt úr skýrslunni til nefndarmanna og mun óska eftir eintaki til handa Bókasafni Seltjarnarness.

b) Hrafnhildur tilkynnti nefndarmönnum þau gleðitíðindi að Umhverfisráðherra muni veita leikskólanum Mánabrekku Grænfánann þann 1. desember kl. 10:30, en hann er alþjóðlegt merki um gott umhverfisstarf og umhverfismennt í skólanum.

c) Rætt um styrk frá nefndinni vegna kennsluefni fyrir grunnskólana. Hrafnhildi falið að fylgja málinu eftir.

d) Hrafnhildur fræddi nefndarmenn um ráðstefnu sem hún sótti á vegum Ríkiskaupa nýverið um vistvæna innkaupastefnu.

e) MP tilkynnti nefndarmönnum um styrk að upphæð 300.000 sem Umhverfisnefnd fékk frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, í framhaldi af umsókn nefndarinnar vegna mögulegrar uppbyggingar á Bygggarðsvör. IS mun skrifa þakkarbréf.

d) Hrafnhildur greindi frá því að hún væri að vinna að umsókn til Húsafriðunarnefndar til að endurgera gluggana í Vitavarðarhúsinu í Gróttu. Umsókn þarf að berast fyrir 1. des.

5. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:30.

Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Stefán Bergmann

fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)

Margrét Pálsdóttir Kristín Ólafsdóttir

(sign.) (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?