Fara í efni

Umhverfisnefnd

15. ágúst 2019

294. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 15. ágúst 2019 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Boðaðir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Gísli Hermannsson.

Forföll: Sólveig Nordal

Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.

Fundur settur: 17:10

Dagskrá:

  1. Málsnúmer: 2019040194.
    Veðurstofa Íslands.

    "Erindi Veðurstofu Íslands um leyfi fyrir uppsetningu sjálfvirkrar veðurstöðvar í Gróttu er hafnað."

  2. Málsnúmer: 2019040194.
    Bréf frá Veðurstofu Íslands.

    "Umhverfisnefnd samþykkir ósk Veðurstofu Íslands um leyfi fyrir uppsetningu á sjálfvirkri verðurstöð í Suðurnesi með því skilyrði að settar verði upp áflugsfælur á festingar sem halda við "fánastöngina" til að sporna gegn því að fuglar fljúga á þær."

  3. Málsnúmer: 2019060200.
    Erindi frá Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF).
    "Samþykkt að styrkja verkefnið í ár um 200.000 kr".

  4. Málsnúmer: 2018100095.
    Bæjarstjórn óskar eftir að Umhverfisnefnd láti í ljós skoðun sína á breytingum á hringtorgi við Snoppu og hleðslugrjóti við veg til að koma í veg fyrir utanvega akstur.

    „Umhverfisnefnd hefur lengi kallað eftir aðgerðum bæjaryfirvalda til að sporna gegn utanvegaakstri á svæðinu til að verja umhverfið, gangandi- og hjólandi vegfarendur. Á góðum dögum er umferð svo mikil að bílum er lagt þvers og kruss um svæðið. Síðastliðin ár hefur fjölda bíla verið lagt þverrt yfir göngustíginn við sjóvarnargarðinn þegar norðurljósin er sterk og svarta myrkur úti sem skapar mikla hættu fyrir vegfarendur á svæðinu. Umhverfisnefnd var höfð með í ráðum áður en hafist var handa við að varða veginn með steinum sem hægt er að fjarlægja á auðveldan hátt og án ummerkja.

    Umhverfisnefnd fagnar frumkvæði Þjónustumiðstöðvar Seltjarnarness að ráðast í endurbætur á hringtorginu við Snoppu en gamla hringtorgið var löngu komið til ára sinna. Hringtorgið var endurhannað í samræmi við efni og anda nánasta umhverfis og er hvort tveggja svæðinu og bænum til sóma.“

  5. Málsnúmer: 2019060051.
    Umhverfisviðurkenningar 2019.

    Málið rætt og tekið fyrir á næsta fundi.

  6. Málsnúmer: 2019080157.
    Ökutæki á gangstétt við Norðurströnd (Bygggarðar).

    „Umhverfisnefnd hvetur bæjaryfirvöld til að bregðast strax við og fjarlægja bifreiðar sem er ólöglega lagt og koma fyrir varanlegri lausn á þessari meinsemd sem ólöglega lagðar bifreiðar eru á svæðinu við Bygggarða og Norðurströnd. Þær þrengja götur, skapa hættu og eru utan skilgreindra bílastæða á lóð. Hér er aðeins um tímaspursmál að ræða hvenær slys verða á fólki ef ekki verður gripið inn í atburðarásina og málið tekið föstum tökum.“

  7. Önnur mál.

    Málsnúmer 2019010347 Kirkjubraut 20 – Ás Styrktarfélag

    Umhverfisnefnd er sammála um að kalla eftir kynningu á staðsetningu hússins á umræddri lóð, hvers vegna það er staðsett svona langt inn á Græna-trefilinn. Nefndin telur sér ekki fært að taka afstöðu í málinu að svo stöddu.

Fundi slitið: 19:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?