292. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 29. apríl 2019 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.
Boðaðir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Gísli Hermannsson og Sólveig Nordal.
Forföll: Dagbjört H. Kristinsdóttir.
Fundargerð ritaði: Guðrún Jónsdóttir
Fundur settur: Klukkan 17:00
Dagskrá:
-
Málsnúmer: 2019030098
Upplýsingaskilti á vegum Lions.
Fulltrúar Lionsklúbbsins á Seltjarnarnesi komu á fundinn og ræddu við umhverfisnefnd um tillögur að nýjum skiltum á Seltjarnarnesi á vegum klúbbsins. -
Málsnúmer: 2019030099.
Umferð um Gróttu bönnuð á tímabilinu 1. maí til 15. júlí vegna fuglavarps.Sviðsstjóra falið að setja upp skilti sem banna umferð út í Gróttu á varptíma, 1. maí til 15. júlí. Lagt til að sett séu upp 3 skilti, eitt við bílastæði/göngustíg, á fyrri staurinn á leiðinni út í Gróttu og eitt úti í Gróttu þegar komið er í land.
Skoða að setja upp stórgrýti í flæðamálinu við friðunarlínu.Tilraunaverkefni um gæslu rætt og mikilvægi þess að safna upplýsingum.
-
Málsnúmer: 2019040284
Skilti við Bakkatjörn á varptíma.
Nefndin felur sviðsstjóra umhverfissviðs að hanna myndrænt skilti með texta á íslensku og ensku og setja upp við Bakkatjörn sem fyrst. Með skiltinu er vakin athygli fólks að gefa ekki fuglum við Bakkatjörn brauð á sumrin þegar ungar eru að komast á legg samkvæmt ráðleggingum fuglafræðings. -
Málsnúmer: 2019040283
Umhverfisdagar á Seltjarnarnesi 2019.
Ákveðið að halda Umhverfisdaga á Seltjarnarnesi 20.-27. maí 2019. Bæjarbúar verða hvattir til þess að plokka rusl í nærumhverfi sínu auk þess sem Seltirningum gefst kostur á að setja trjágreinar og jarðvegsúrgang í gáma sem staðsettir verða við smábátahöfnina, Lindarbraut (að norðan), Þjónustumiðstöð við Austurströnd, bílaplani við Sæbraut 2 og Eiðistorgi.
-
Málsnúmer: 2019040285
Minkur og vargur á Seltjarnarnesi.
Málið rætt og verður unnið áfram.
-
Önnur mál.
Fundi slitið: Kukkan 19:48