291. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn mánudaginn 18. mars 2019 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.
Boðaðir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Karen María Jónsdóttir, Gísli Hermannsson og Sólveig Nordal (mætti ekki).
Fundargerð ritaði: Hákon Róbert Jónsson
Fundur settur: 17:15
Dagskrá:
-
Málsnúmer: 2016020093.
Náttúrufar á Seltjarnarnesi.
„Umhverfisnefnd ítrekar beiðni sína um auka fjárveitingu til bæjarráðs frá 4. desember 2018 um mikilvægi þess að ný úttekt á gróðurfari á vestursvæðunum fari fram sumarið 2019 og kannaðar verða breytingar sem orðið hafa á gróðurfari á svæðinu síðstu þrjá áratugi. Ný könnun mun leiða í ljós gróðurbreytingar síðustu áratuga og ástand gróðurs og gróðursamfélaga. Unnin verða gróðurkort um dreifingu og samsetningu gróðursamfélaga sem auðvelda munu skipulagningu og ákvarðanir varðandi svæðið m.a. með tilliti til gróðurverndar, fuglalífs og aukinnar umferðar fólks. Hliðstæð könnun var unnin af Náttúrufræðistofnun Íslands 2017 á Valhúsahæð fyrir umhverfisnefnd Seltjarnarness og tókst hún afar vel. (Gróður á Valhúsahæð, NÍ 2018).“
-
Málsnúmer: 2018100095.
Utanvegaakstur við Snoppu.
„Nefndin leggur áherslu á að hafist verði strax handa við að sporna við utanvegaakstri á veginum frá Bygggörðum að Snoppu líkt og viðgengist hefur sl. ár sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Kallað var eftir sömu aðgerðum á fundi umhverfisnefndar þann 10. október 2018 og þann 10. apríl 2017. Síðan þá hefur ekkert verið aðhafst.“
-
Málsnúmer: 2019030099
Umferð um Gróttu bönnuð á tímabilinu 1. maí til 15. júlí vegna fuglavarps.
„Nefndin ræddi írekuðum brot ferðamanna á lokun Gróttu yfir varptíma og hvernig bregðast skuli við. Sviðsstjóra umhverfissviðs er falið að koma með útfærðar tillögur sem lagðar verða fyrir á næsta fundi umhverfisnefndar.“
-
Málsnúmer: 2019030093
Aðgerðaáætlun gegn skógarkerfil og lúpínu á Seltjarnarnesi.
„Nefndin felur Umhverfissviði að útfæra aðgerðaráætlun fyrir sumarið 2019 í samráði við fagaðila með það fyrir augum að unnið verði markvist að stemma stigu við útbreiðslu ágenga og óæskilegra plöntutegunda í gróðursamfélagi á Seltjarnarnesi.“
-
Málsnúmer: 201900098
Upplýsingaskilti á vegum Lions.
„Nýjar útfærslur á samstarfsverkefni umhverfisnefndar og Lions ræddar. Óskað verður eftir fundi með fulltrúa Lions til að fara yfir tillögurnar.“
-
Málsnúmer: 2018080587
Klappir Core hugbúnaður.
„Nefndin hvetur bæjaryfirvöld að kalla eftir kynningu á kerfinu og það verði í framhaldinu tekið í notkun til reynslu til 2 ára. Markmiðið með innleiðingu kerfisins er að afla gagna sem upphaf að grænu bókhaldi og skoða rekstrarávinning. Gögn verði sótt aftur til ársins 2013 til vinnslu loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið.“
-
Önnur mál.
Annað ekki rætt.
Fundi slitið kl. 19:03