Fara í efni

Umhverfisnefnd

30. ágúst 2018
288. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 30. ágúst 2018 kl. 17:00 aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.
Mætt: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir, Karen María Jónsdóttir og Gísli Hermannsson.
Oliver Allen var fjarverandi.
Fundargerð ritaði: Hákon Róbert Jónsson
Fundur settur: 17:05
Dagskrá:
  1. Kynning á Klappir Core hugbúnaði. Þorsteinn Svanur Jónsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Klappa hélt kynningu á Klappir Core hugbúnaði fyrirtækisins. Hugbúnaðurinn heldur m.a. utan um umhverfisgögn frá margvíslegum gagnaveitum sem gerir sveitarfélögum t.d. kleift að kalla fram upplýsingar yfir vistspor sín. Hægt er að nýta þær tölur og gögn sem þarna eru að finna til að mynda beinagrind umhverfisskýrslu og sem grunn að loftlagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Nefndarmenn voru sammála um að halda áfram með samtalið.
  2. Málsnúmer: 2018060208. Umhverfisviðurkenning 2018. Tillögur lagðar fram til kynningar. Umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfissviðs Seltjarnarness að tilkynna vinningshöfum niðurstöður nefndarinnar, taka ljósmyndir og hefja undirbúning á formlegri verðlaunaafhendingu auk verðlauna í samstarfi við umhverfisnefnd.
  3. Málsnúmer: 2018080586. Karen kynnir tillögurnar sínar.
    Tillaga 1: Í ljósi þess að nefndin var jákvæð eftir kynningu Klappa á hugbúnaði sínum, er Karen falið að hafa samband við Grindavíkurbæ og Reykjavíkurborg til þess að umsagnir um kerfið og kanna grundvöll til samnýtingar gagnamengis sveitarfélaganna.
    Tillaga 2:
    Lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað.
    Tillaga 3:
    Sá hluti tillögunnar sem snýr að hakkaþoni fellur vel í nefndarmenn og samþykkt að útfæra þá hugmynd nánar. Öðrum liðum tillögunnar frestað.
  4. Málsnúmer: 2015100090. Fyrirspurnir
    Hvenær verður hafist handa við stefnumörkun um ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi?
    Svar: Starfshópur um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi skilaði af sér niðurstöðum í júlí 2016. Ráðgjafafyrirtækið Alta kom á fund bæjarráðs þann 15. mars sl. og fór yfir stöðuna en þau þekkja vel til Seltjarnarness. María Björk Óskarsdóttir, sviðstjóri menningar – og samskiptasviðs hefur verið falið að leiða verkefnið áfram í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Alta.

    Með hvaða hætti verður staðið að stefnumörkuninni?
    Svar: Næsta skref er að setja fram leiðarljós og útbúa aðgerðaráætlun o.fl. Verkefnið er í vinnslu hjá bæjarráði en tekið verður á þeim atriðum sem spurt er um ásamt mörgum öðrum sem skipta máli í þessu sambandi.

    Hvernig mun kostnaður vegna aðgerða endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019?
    Svar: Þetta er í vinnslu og skýrist síðar í haust hvert stefnt verður.
  5. Fjárhagur umhverfisnefndar Hannes fór yfir fjárhag nefndarinnar.
  6. Kríuvarp á Seltjarnarnesi í sumar. Samkvæmt Jóhanni Óla Hilmarssyni, fuglafræðingi gekk fuglavarpið á Seltjarnarnesi vel í sumar og mikið var um æti. Kríuvarpið færði sig í meira mæli í átt að Gróttu.
  7. Önnur mál.
    Gísli kynnti áform um að bora skuli 2 rannsóknarholur á vestursvæðinu á vegum Hitaveitu Seltjarnarness.
Fundi slitið kl. 19:45
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?