Fara í efni

Umhverfisnefnd

29. ágúst 2018
287. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn föstudaginn 29. júní 2018 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.
Boðaðir: Hannes Tryggvi Hafstein, Guðrún Jónsdóttir, Hákon Jónsson, Dagbjört H. Kristinsdóttir og Karen María Jónsdóttir.
Fjarverandi: Gísli Hermannsson og Oliver Allen.
Fundargerð ritaði: Hákon Jónsson.
Fundur settur: 17:08

Dagskrá:
  1.  Kosning varaformanns. Stungið upp á Guðrúnu Jónsdóttur – Samþykkt samhljóða.
  2.  Kosning ritara. Stungið upp á Hákoni Jónssyni – Samþykkt samhljóða.
  3.  Erindisbréf umhverfisnefndar. Hannes fór yfir erindisbréfið og verksvið nefndarinnar.
  4. Málsnúmer: 2018060208.
    Umhverfisviðurkenning 2018.
    Hannes fór yfir þá flokka sem veita skal viðurkenningu fyrir.
    Karen María boðaði nýja tillögu að viðurkenningu til viðbótar fyrir árið 2019. Tillagan verður lögð fram á næsta fundi.
    Ákveðið að óska eftir tillögum Seltirninga með auglýsingu í Nesfréttum og á samfélagsmiðlum.
  5. Málsnúmer: 2017120179. Landgræðsla ríkisins. Votlendi.
    Lagt fram til kynningar.
  6. Málsnúmer: 2018030087.
    Loftslagsmál. Karen María kynnti inntak tillögu sem hún leggur fyrir á næsta fundi er varðar upptöku á opnu rafrænu grænu bókhaldi. Hún kynnti lausn sem Reykjavíkurborg hefur tekið í notkun og mun koma með nánari upplýsingar og formlega tillögu fyrir næsta fund.
  7.  Önnur mál.
    - Hannes fór yfir fjármál nefndarinnar.
    - Umræða um skilti og götugögn.
    - Rætt um Ljóskastarahúsið og friðun þess.
    - Rætt um ágang ferðamanna í Gróttu og á Vestursvæðinu. Umræða um landvörð á Vestursvæðinu.
    - Karen María ræddi um mikilvægi þess að taka ákvarðanirnar um skipulag og verndun Vestursvæðanna. Vegna fjölgunnar ferðamanna og breyttrar hegðunar er von á því að þeir sæki enn frekar í ókeypis afþreyingu og náttúruupplifun samanber fuglalíf, Gróttu og norðurljós.

    Bókun umhverfisnefndar: Í upphafi starfs á nýju kjörtímabili vill Umhverfisnefnd Seltjarnarness þakka fráfarandi nefnd þeim Margréti Pálsdóttur, Elínu Helgu Guðmundsdóttur, Guðmundi Jóni Helgasyni, Margréti Lind Ólafsdóttur, Ragnhildi Ingólfsdóttur og Stefáni Bergmann góð og óeigingjörn störf í þágu Seltirninga s.l. fjögur ár.
Fleira ekki rætt.
Fundi slitið kl. 18:55
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?