Fara í efni

Umhverfisnefnd

12. apríl 2018

285. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 17:00 í aðstöðu umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsddóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein og Stefán Bergmann.

Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri sat fundinn.

Fulltrúi ungmennaráðs: Helga Kristín Haraldsdóttir.

Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson.

Fundur settur kl. 17:05. Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer: 2017040042.

    Gróður á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi.

    Á fundinn mættu Guðmundur Guðjónssonn landfræðingur og Rannveig Thoroddsen plöntuvistfræðingur frá Náttúrufræðistofnun Íslands og gerðu grein fyrir skýrslunni. Nefndin telur mikilvægt að halda vinnunni áfram og gerð verði aðgerðaáætlun í samráði við fagaðila. Kannað verði með kynningu á Bókasafni í samráði við menningar og samskiptasvið.

  2. Málsnúmer: 2017120179.

    Landgræðsla ríkisins. Votlendi.

    Nefndin hyggst taka saman upplýsingar um votlendi í bæjarfélaginu.

  1. Málsnúmer: 2018030087.

    Loftslagsmál.

    Nefndin hyggst taka saman upplýsingar um loftslagsmál í bæjarfélaginu og vinna að tillögu að loftsslagsstefnu.

  2. Málsnúmer: 2017020060.

    Grótta – vöktun.

    Nefndin leggur áherslu á að komið verði á vöktun.

  3. Málsnúmer: 2018030091.

    Vorhreinsun.

    Vorhreinsun verður 25.-30. apríl. Gámar verða staðsettir á fimm stöðum.

  4. Málsnúmer: 2018020011.

    Bréf Gísla Hermannssonar sviðstjóra umhverfissviðs

    frá 26.04 2017 til bæjarráðs.

    Lagt fram.

  5. Málsnúmer: 2018020097.

    Sjóvörn-Hrólfsskálavör-.

    Nefndin gerir ekki athugasemd við gerð sjávarnargarðs.

    Önnur mál.

    Sjóvörn Sækambur. Nefndin felur sviðstjóra umhverfisnefndar að afgreiða málið.

    Fundi slitið 8:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?