283. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 20. febrúar 2018 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.
Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason,
Stefán Bergmann og Oddur Jónas Jónasson.
Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein.
Fulltrúi ungmennaráðs: Oliver Allen.
Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson.
Fundur settur kl. 17:00. Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
-
Málsnúmer: 201740042.
Gróðurfar á Seltjarnarnesi. Staða skýrslu kynnt.
Skýrslan lögð fram til kynningar og rædd. -
Málsnúmer: 2017040043.
Varpfuglar á Seltjarnarnesi árið 2017. Lokayfirferð.
Skýrslan yfirfarin og er tilbúin til útgáfu. -
Samantekt frá 20. ársfundi Umhverfisstofnunar og náttúrufræðinefnda sveitafélaga haldinn á Akureyri 9. nóvember 2017.
Kynnt.
-
Málsnúmer: 2018020068.
Ljóskastarahús. Bréf Minjastofnunar Íslands um undirbúning að tillögu til mennta- og menningamálaráðherra að friðlýsingu Ljóskastarahússins við Urð.
Umhverfisnefnd fagnar tillögu Minjastofnunar Íslands.
-
Málsnúmer: 2017110224.
Bréf frá sóknar- og kirkjugarðsnefnd Seltjarnarneskirkju.
Ekki er um mótaða tillögu að ræða sem umhverfisnefnd getur tekið afstöðu til. -
Málsnúmer: 201801326.
Erindi Golfklúbbs Ness um hliðrun sjóvarnarngarðs við 8. braut.
Umhverfisnefnd telur vanta frekari upplýsingar um framkvæmdina.
-
Verkefni vorsins.
Unnið verði að aðgerðaáætlun um gróðurvernd á Valhúsahæð.
Hugað verði áfram að stríðsminjum.
Hugað verði að varnaraðgerðum í Gróttu.
Umhverfis- og hreinsunardagur.
Merkingar á vestursvæðum.
-
Fundi slitið kl.19:20