Fara í efni

Umhverfisnefnd

14. desember 2017

282. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 14. desember 2017 kl. 17:00 í sal bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elin Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættir varamenn: Guðmundur Ásgeirsson, Stefán Bergmann.

Einnig sat fundinn Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri.

Fulltrúi ungmennaráðs:

Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson.

Fundur settur kl. 17:05. Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer: 201740042.
    Gróðurfar á Seltjarnarnesi. Vinna við skýrsluna kynnt ásamt kortum.
    MP, SB og SÁ mættu á fund hjá NÍ. Guðmundur Guðjónsson verkefnisstjóri og Rannveig Thoroddsen kynntu framgang vinnunnar við gerð gróðurkorts og sýndu m.a. myndir. Lokaskýrslu er að vænta um áramót. Verkefnið verður kynnt fyrir umferðar- og skipulagsnefnd.

  2. Málsnúmer: 2017040043
    Varpfuglar á Seltjarnarnesi árið 2017.
    Skýrsla um varpfugla á Seltjarnarnesi árið 2017 lögð fram.

  3. Málsnúmer 2017110224
    Bréf frá sóknar- og kirkjugarðsnefnd Seltjarnarneskirkju.

    Bréfið lagt fram varðandi gerð kirkjugarðs og kynnt. Mikil umræða um málið.

  4. Önnur mál.
    Bréf frá Hjördísi og Antoni á Unnarbraut 32 kynnt.
    Bréf frá Jóni Snæbjörnssyni kynnt.
    Sótt hefur verið um styrk til Húsafriðunarsjóðs 2018 vegna ljóskastarahúss.
    MP og SA sóttu ársfund Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitafélaga og forstöðumanna náttúrustofa 2017 á Akureyri.

Fundi slitið kl: 19:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?