Fara í efni

Umhverfisnefnd

16. ágúst 2017

Sameiginlegur fundur Umhverfisnefndar og Menningarnefndar Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 16.ágúst kl.8.00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Margrét Pálsdóttir formaður Umhverfisnefndar, Guðmundur Jón Helgason, Elín Helga Guðmundsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann, Sjöfn Þórðardóttir formaður Menningarnefndar, Lýður Þorgeirsson, Ásta Sigvaldadóttir, Sigurþóra Bergsdóttir og Oddur Jónas Jónasson.

Ritari fundar: Sjöfn Þórðardóttir

  1. Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi Málsnúmer 201510090.
    Formenn nefndana tveggja kynntu umsagnir nefndanna um skýrslu nefndar júlí 2016 í ferðaþjónustu á Seltjarnarnes fyrir fundarmönnum. Umhverfisnefnd og Menningarnefnd eru sammála um að bregðast þurfi við núverandi stöðu með metnaðargjörnum og sómasamlegum hætti og horfa verði til framtíðar/til langs tíma. Seltjarnarnesið og sérstaklega vestursvæðið, Snoppa og Grótta, hefur þegar ákveðið aðdráttarafl og því verður ekki breytt. Nefndirnar eru jafnframt sammála um að leggja verði metnað í verkið.

    Umhverfisnefnd og Menningarnefnd óska eftir að gerð verði framkvæmdaáætlun um aðgerðir í stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi og aðgerðum verði að forgangsraða. Unnið verði að aðgerðum í samstarfi við Umhverfisnefnd, Menningarnefnd og Skipulags- og umferðanefnd og stuðst verði við skýrslu nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi sem unnin var árið 2016. Nefndirnar ósk eftir svörum frá bæjarráði um næstu skref í stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi og leggja til að tekið verði tillit til næstu aðgerða við gerð fjárhagsáætlunnar í haust.

Fundi slitið kl. 9:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?