Fara í efni

Umhverfisnefnd

172. fundur 28. október 2004

Mættir voru: Ingimar Sigurðsson (IS), Margrét Pálsdóttir (MP), Stefán Bergmann (SB), Kristín Ólafsdóttir (KÓ) og Magnús Örn Guðmundsson (MÖG), sem ritaði fundargerð. Auk nefndarmanna sátu fundinn Haukur Kristjánsson bæjartæknifræðingur, Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri, Björn Guðbrandur Jónsson frá GFF og Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur.

Dagskrá fundarins

1. Fundur settur

2. Skógræktarsvæði.

3. Skýrsla um fornleifarannsóknir við Bygggarðsvör

4. Útilistaverk

5. Önnur mál

6. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 17:06.

2. Björn Guðbrandur Jónsson frá samtökunum Gróður fyrir fólk kynnti samtökin og uppgræðsluverkefni samtakanna í Landnámi Ingólfs. Nefndarmenn tóku undir að Bolöldur við rætur Vífilfells séu áhugavert svæði til trjáplöntunar. IS mun kynna hugmyndir Björns fyrir grunnskólum bæjarins, (n.t. Fjólu Höskuldsdóttur).

3. Margrét Hermanns Auðardóttur kynnti stöðu á skýrslu vegna fornleifarrannsókna við Bygggarðsvör. Búast má við lokaskýrslu innan mánaðar, en vinnu jarðfræðings er ekki lokið.

4. Erindi um útilistaverk, sem vísað var til umhverfisnefndar frá skipulagsnefnd tekið fyrir að nýju. Nefndin felur formanni Umhverfisnefndar að senda bréf til Umhverfisstofnunar, Fornleifaverndar og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem greint er frá verkefninu og staðsetningu listaverksins og leita eftir áliti þeirra.

5. Önnur mál.

- IS lýsti yfir ánægju með kynningarfund vegna Náttúruverndaráætlunar 2004 -2008 sem haldinn var í Félagsheimilinu á vegum Umhverfisnefndar þann 19. október síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur.

- SB og Hrafnhildur Sigurðardóttir sóttu ársfund S21 sem haldinn var á Hótel Glym í Hvalfirði í október.

- IS sótti á sama stað aðalfund Náttúrverndarnefnda sveitarfélaga.

6. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan 18:50

Magnús Örn Guðmundsson Ingimar Sigurðsson Stefán Bergmann

fundarritari (sign.) (sign.) (sign.)

Margrét Pálsdóttir Kristín Ólafsdóttir

(sign.) (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?