Fara í efni

Umhverfisnefnd

13. júní 2017

278. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 13. júní 2017 kl. 16:00 í húsakynnum umhverfissviðs að Austurströnd 1.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsddóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein, Stefán Bergmann og Oddur Jónas Jónassonmennaráðs: Sólveig Björnsdóttir.

Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson

Fundur settur kl. 16:00. Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer: 2017060095
    Afhending viðurkenninga.

  2. Málsnúmer: 2017060179.
    Jarðrask sunnan Nesstofu.
    Sýndar voru nýlegar myndir af umferðaslóðum vinnuvéla á vestursvæðinu. Ljót sár eru í jarðvegi. Umhverfisnefnd krefst þess að hafnar verði mótvægisaðgerðir hið fyrsta og svæðinu komið aftur til fyrra horfs.
    Umhverfisnefnd beinir þeim tilmælum til umhverfissviðs að öll umferð vélknúinna ökutækja verði takmörkuð eins og unnt er um vestursvæðin. Í undantekningar-tilfellum verði ávallt valin sú leið sem veldur minnstu raski.

  3. Málsnúmer: 201740042.
    Gróðurfar á Seltjarnarnesi.
    Umhverfisnefnd jákvæð fyrir verkefninu. Ákvörðun verður tekin á næsta fundi.

  4. Málsnúmer: 201510090.
    Stefnumörkun ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi.
    Formanni falið að finna fundartíma með menningarnefnd.

  5. Málsnúmer: 2017050012.
    Erindi Golfklúbbs Ness varðandi Búðatjörn.
    Umhverfisnefnd Seltjarnarness fékk Nátturufræðistofu Kópavogs til þess að skoða lífríki og seltu tjarnarinnar. Í samræmi við álit þeirra dags. 31. maí 2017, fellst nefndin ekki á breytingartillögur gólfklúbbsins.

  6. Málsnúmer: 2017020060.
    Bréf sent bæjarráði vegna eftirlits á Seltjarnarnesi.

  7. Málsnúmer: 2017060096.
    Securitas.
    Formaður kannar fleiri kosti.

  8. Málsnúmer: 2017060097.
    Bréf Ólafs Egilssonar 
    Umhverfisnefnd þakkar gott innlegg í umræðuna.

  9. Málsnúmer: 2017050515.
    Garðaskoðun.
    Í næsta blaði Nesfrétta birtist auglýsing varðandi Garðaskoðun umhverfisnefndar.

  10. Önnur mál.

  11. Fundi slitið. 18:25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?