Fara í efni

Umhverfisnefnd

04. janúar 2017

272. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 4. janúar 2017 kl. 16:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu aðalmenn: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Stefán Bergmann og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein og Oddur Jónas Jónassson.

Fulltrúi Ungmennaráðs: Sólveig Björnsdóttir og Telma Hrund boðuðu forföll.

Fundargerð ritaði: Kristinn H. Guðbjartsson

Fundur settur kl : 16:00

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer: 2015040037 forsögn að deiliskipulagi miðbæjarsvæðis .
    Nefndin fagnar að hafinn sé undirbúningur að skipulagsvinnu svæðisins og vill leggja áherslu á eftirfarandi: Hugað verði sérstaklega að öllum umhverfisþáttum, svo sem samgöngum og annari umferð, hávaða, mengun, áhrif bygginga á vindstrengi og útsýni. Einnig skjólgóð almenningsrými og að fagurfræði sé höfð að leiðarljósi við mótun manngerðs umhverfis.
  2. Málsnúmer: 2015100090 skýrsla nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu
    Nefndin fagnar drögum að stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi og hugmyndum um allmörg verkefni sem bíða úrlausnar. Mörg þeirra eru á sviði skipulags- og umferðarnefndar og umhverfisnefndar og mikilvægt að þær vinni saman. Nefndin hvetur bæjarstjórn að ákveða sem fyrst næstu skref varðandi verkefnin og þau séu í sátt við náttúru og íbúa bæjar-ins. Nefndin leggur til að kannað verði hvort ráðning landvarðar geti orðið samstarfsverkefni fagaðila og Seltjarnarnesbæjar.
  3. Málsnúmer: 2016090017 verndaráætlun fyrir fugla og fuglasvæða á Seltjarnarnesi.
    Verndaráætlun lögð fram og kynnt.
  4. Önnur mál.
  5. Fundi slitið: kl. 18.05
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?