Fara í efni

Umhverfisnefnd

29. nóvember 2016

270. fundur umhverfisnefndar Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 29. nóvember 2016 kl. 17:00 í fundarherbergi bæjarstjórnar að Austurströnd 2.

Fundinn sátu: Margrét Pálsdóttir, Elín Helga Guðmundsddóttir, Guðmundur Jón Helgason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir, aðalmenn.

Mættir varamenn: Hannes Tryggvi Hafstein og Stefán Bergmann .

Fulltrúi Ungmennaráðs: Sólveig Björnsdóttir boðaði forföll.

Fundargerð ritaði: Gísli Hermannsson sviðstjóri Umhverfissviðs.

Fundur settur kl : 17:06

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

  1. Málsnúmer:2013060016
    Tillaga að deiliskipulagi Vestursvæða lögð fram.
    Málið rætt og ákveðið að bera saman fyrri umsögn umhverfisnefndar og nýrrar tillögu að deiliskipulagi. Nefndin óskar eftir kynningu formanns skipulagsnefndar á breytingum á deiliskipulagi, á næsta fundi.
  2. Málsnúmer:2014060035
    Endurskoðað aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar 2015 – 2033 lagt fram.
    Umhverfisnefnd óskar eftir kynningu á breytingum frá fyrri stigum aðalskipulags.
  3. Málsnúmer:2015100090
    Skýrsla nefndar um stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi lögð fram.
    Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með skýrsluna sem fyrsta skref í stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi. Nefndin mun undirbúa umsögn sína.
  4. Málsnúmer: 2015040037.
    Forsögn um deiliskipulag miðbæjar Seltjarnarness lögð fram.
  5. Málsnúmer: 2016090017.
    Verndaráætlun fyrir fugla.
    MP upplýsti um að skýrslan verður til fyrir áramót.
  6. Málsnúmer: 2016050151.
    Brunnur sunnan Nesstofu. Málið er til frekari skoðunar.
  7. Málsnúmer: 20121106003.
    Ljóskastarahús:
    MP upplýsti að búið er að vinna 80% af þakviðgerðum hússins. Umhverfisnefnd hefur sótt um styrk nr. 3 til Húsafriðunarsjóðs vegna framhaldsviðgerða.
  8. Málsnúmer: 201110009.
    Fuglaskoðunarhús.
    MP upplýsti um stöðu framkvæmda.
  9. Fjárhagur umhverfisnefndar 2016.
    Kynnt.
  10. Verkefni ársins 2017.
    Frestað til næsta fundar.
  11. Ársfundur Umhverfisstofnunar.
    http://ust.is/atvinnulif/sveitarfelog/natturuverndarnefndir/arsfundir/
  12. Önnur mál.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 19:20

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?