Fara í efni

Stjórn veitustofnana

08. nóvember 2016

121. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 8. nóvember 2016 kl. 17:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðstjóri.

Undir lið 1. mætti Hrefna Kristmannsdóttir.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáæltun frá-, vatns- og hitaveitu 2017.
    Formaður lagði fram forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

    Fráveitugjald
    Af öllum fasteignum í Seltjarnarneskaupstað, sem liggja við vegi eða opin svæði, þar sem holræsalagnir liggja, skal greiða árlegt fráveitugjald til bæjarsjóðs Seltjarnarnesbæjar. Fráveitugjaldið er óbreytt eða 0,14% af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Vatnsgjald
    Vatnsgjald af íbúðarhúsnæði er óbreytt eða 0,10 hundraðshlutar af fasteignamati allra húsa og lóða skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.

    Heitt vatn
    Eftirfarandi gjaldskrábreyting lögð fram og tekur gildi 1. desember 2016:

    3.gr. Gjaldskrárinnar, gjöld fyrir afnot af heita vatninu er sem hér segir og tekur gildi 1. desember 2016.

Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur Grunnur
Einingaverð Sala í þéttbýli, húshitun 82,00 1,64 kr./m³


Tegund Veitusvæði Kr. 2% skattur Grunnur
Einingaverð Sala í þéttbýli, til snjóbræðslu 82,00 1,64 kr./m³
Einingaverð Sala í þéttbýli, til iðnaðar 82,00 1,64


Tegund Stærð mælis Kr. 2% skattur Grunnur
Fast verð A: 15 mm og stærri 21,00 0,42 kr./dag

Fast gjald er hluti af almennum taxta og í öllum öðrum samningum þar sem selt er samkvæmt mæli.

Fast verð er fyrir föstum kostnaði og er óháð stærð mælis. Gjaldinu er dreift jafnt niður á tímabil reikninga.

  1. gr. gjaldskrárinnar verður svohljóðandi:

    Fast gjald á heimæð fyrir hús allt að 300 m³ að stærð kr. 204.750,00

    Umframgjald fyrir hús að stærð 300-1.000 m³ kr. 247 pr. m³.

    Umframgjald fyrir hús að stærð yfir 1.000 m³ kr. 165 pr. m³.

    1 rennslismælir á grind kr. 65.323,00.

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu samþykkt með 3 atkvæðum, Fjárhagsáæltun frá-, vatns- og hitaveitu 2016.

    Gjaldskrár breyting samþykkt með þremur atkvæðum, tveir á móti, MD og AK.

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu samþykkt með þremur atkvæðum, tveir á móti MD og AK.

Önnur mál.


Gísli Hermannsson veitustjóri upplýsti um að nú væri búið að tengja dælustöð við Elliða, því mikilvæga verkefni væri nú lokið.

Gísli fór einnig yfir lekaleyt og viðgerðir á lekum sem hefði gengið vel í sumar. Lagt hefur verið til að endurnýja allar veitulagnir í Melabraut og verður það gert á næsta ári.

Fundi slitið kl. 18:05

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Axel Kristinsson (sign), Magnús Dalberg (sign.), Gísli Hermannsson (sign),

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?