Fara í efni

Stjórn veitustofnana

07. júní 2016

120. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 7. júní 2016 kl. 16:15 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðstjóri.

Undir lið 1. mætti Hrefna Kristmannsdóttir.

Dagskrá:

  1. Vinnslueftirlit 2015-2016.
    Hrefna Kristmannsdóttir lagði fram skýrslu um vinnslueftirlit 2015-2016 helstu niðurstöður með jarðhitasvæðinu á Seltjarnarnesi. Formaður þakkaði Hrefnu fyrir greinargóða kynningu.

  2. Borun tveggja rannsóknarhola.

    Gísli kynnti verðkönnun á borun tveggja rannsóknarholna fyrir hitaveitu Seltjarnarness. Stjórn ákvað að taka hvorugu tilboðanna þar sem það var miklu hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.

  3. Dælustöð við Elliða.

    Gísli upplýsti um stöðu framkvæmda, verklok eru áætluð í lok sumars.

  4. Framkvæmdir í sumar.

    Gísli upplýsti um framkvæmdir sem búið er að ákveða í sumar hjá frá-, vatns- og hitaveitu.

  5. Önnur mál

    Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 17:05

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Axel Kristinsson (sign), Magnús Dalberg (sign.), Gísli Hermannsson (sign),

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?