Fara í efni

Stjórn veitustofnana

20. október 2015

116. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 20. október 2015 kl. 16:30 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Lýður Þór Þorgeirsson, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Oddur B. Björnsson vélaverkfræðingur hjá Verkís sat undir lið nr.1.

Dagskrá:

  1. Greinargerð Verkís um rekstur heitavatnsvinnslu hitaveitunnar.
    OBB greindi frá skýrslu um rekstri heitavatnsvinnslu hitaveitunnar, þar sem fram koma leiðir til aukinnar hagkvæmni í rekstri. Rætt var um reiknilíkan af dreifikerfi hitaveitunnar sem Verkís setti upp fyrir nokkrum árum og greiningu á nýjum álagssvæðum.

    Stjórn samþykkir að fara í næstu skref varðandi dreifikerfi, heitavatnsvinnslu m.v. verkáætlun frá Verkís dags. 30.09.2015. Samþykkt samhljóða.
  2. Framkvæmdir við dælustöð við Elliða.
    GH fór yfir stöðu verkefnisins og samstarf við hagsmunaaðila.  Áætlað er að verkinu ljúki fyrir áramót.
    Stjórn óskar eftir að íbúum verði kynntar framkvæmdir með góðum fyrirvara og að röskun umferðar við Nesveg verði sem minnst.
  3. Almennt viðhald frá-, vatns- og hitaveitu.
    GH fór yfir stöðuna í dag, viðhald hefur verið svipað og í fyrra. Verkefni hafa gengið vel eftir.
  4. Fjárstreymisyfirlit fyrstu 9 mánuði ársins.
    Formaður lagði fram yfirlit yfir fyrstu 9 mánuði ársins.
  5. Fjárhagsáætlun 2016.
    GL fjármálastjóri gerði grein fyrir forsendum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 sem bæjarstjórn hefur samþykkt.
  6. Önnur mál.
  • Formaður lagði fram bréf frá Samorku frá 15.júní 2015, til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra varðandi hækkandi skatta á hitaveitna.
  • Rætt um frumvarp til laga um nýjan skatt, s.k. netöryggisgjald, sem fellur m.a. á veitur sveitarfélaga. Formanni falið að skoða málið.

     Fundi slitið kl. 18:12 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Lýður Þór Þorgeirsson (sign), Axel Kristinsson (sign), Magnús Dalberg (sign.), Gísli Hermannsson (sign), Gunnar Lúðvíksson (sign).   

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?