Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.
Hrefna Kristmannsdóttir sat fundinn undir lið nr. 3.
Dagskrá:
-
Ársreikningur Frá-, Vatns- og Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar árið 2014.
Á fundinn kom Auðunn Guðjónsson endurskoðandi frá KPMG.
Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri veitnanna á árinu 2014, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
Formaður bar upp ársreikningana til samþykktar samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Ársreikningur vatns-, frá- og hitaveitu fyrir árið 2014 var samþykktur með 4 atkvæðum og 1 á móti. -
Spurningar Magnúsar Dalbergs sem sent var bæjarstjóra í tölvupósti dags. 17. mars 2015.
Bæjarstjóri lagði fram svör við spurningum Magnúsar Dalbergs. -
Vinnslueftirlit 2014-2015
Hrefna lagði fram skýrslu um vinnslueftirlit 2014-2015.
Formaður þakkaði HK fyrir greinargóða skýrslu og kynningu á henni. -
Önnur mál.
-
Áhættumat vegna hitaveitu Seltjarnarnesbæjar.
Gísli Hermannsson lagði fram minnisblað um áhættumat vegna rekstrar hitaveitu Seltjarnarnesbæjar. Umræðum frestað til næsta fundar. -
Bókun Neslistans.
Á fundi stjórnar veitustofnana Seltjarnarness þann 10. febrúar 2015 óskaði ég eftir að erindi sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju um niðurfellingu hitaveitugjalds, sem lagt var fram á fundinum, yrði frestað til næsta fundar. Við því var ekki orðið og erindið afgreitt í bæjarráði 12. febrúar 2015. Neslistinn telur eðlilegt að styrkir af þessum toga séu gagnsæir í formi beinna fjárhæða í stað óljósra „afskrifta“ eða undanþágu frá almennum gjöldum sem veittir eru af einstaka nefndum og geta orðið fordæmisgefandi í öðrum hliðstæðum tilvikum.
Axel Kristinsson fulltrúi Neslista.
-
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:50
Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Lýður Þorgeirsson (sign), Axel Kristinsson (sign.), og Magnús Dalberg (sign.).