Fara í efni

Stjórn veitustofnana

24. mars 2015
115. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 24. mars 2015 kl. 16:15 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Lýður Þór Þorgeirsson, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg.

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.
Hrefna Kristmannsdóttir sat fundinn undir lið nr. 3.

Dagskrá:

  1. Ársreikningur Frá-, Vatns- og Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar árið 2014.
    Á fundinn kom Auðunn Guðjónsson endurskoðandi frá KPMG.
    Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri veitnanna á árinu 2014, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
    Formaður bar upp ársreikningana til samþykktar samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
    Ársreikningur vatns-, frá- og hitaveitu fyrir árið 2014 var samþykktur með 4 atkvæðum og 1 á móti.

  2. Spurningar Magnúsar Dalbergs sem sent var bæjarstjóra í tölvupósti dags. 17. mars 2015.
    Bæjarstjóri lagði fram svör við spurningum Magnúsar Dalbergs.

  3. Vinnslueftirlit 2014-2015
    Hrefna lagði fram skýrslu um vinnslueftirlit 2014-2015.
    Formaður þakkaði HK fyrir greinargóða skýrslu og kynningu á henni.

  4. Önnur mál.

    1. Áhættumat vegna hitaveitu Seltjarnarnesbæjar.
      Gísli Hermannsson lagði fram minnisblað um áhættumat vegna rekstrar hitaveitu Seltjarnarnesbæjar. Umræðum frestað til næsta fundar.

    2. Bókun Neslistans.
      Á fundi stjórnar veitustofnana Seltjarnarness þann 10. febrúar 2015 óskaði ég eftir að erindi sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju um niðurfellingu hitaveitugjalds, sem lagt var fram á fundinum, yrði frestað til næsta fundar. Við því var ekki orðið og erindið afgreitt í bæjarráði 12. febrúar 2015. Neslistinn telur eðlilegt að styrkir af þessum toga séu gagnsæir í formi beinna fjárhæða í stað óljósra „afskrifta“ eða undanþágu frá almennum gjöldum sem veittir eru af einstaka nefndum og geta orðið fordæmisgefandi í öðrum hliðstæðum tilvikum.
      Axel Kristinsson fulltrúi Neslista.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl. 18:50

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Lýður Þorgeirsson (sign), Axel Kristinsson (sign.), og Magnús Dalberg (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?