Fara í efni

Stjórn veitustofnana

10. febrúar 2015

114. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn

 10. febrúar 2015 kl. 17:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Lýður Þór Þorgeirsson, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg.  

Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson.

Undir lið 1) mætti Hrefna Kristmannsdóttir.

Dagskrá:

  1. HK kynnti gerð forðafræðilíkans til öflunar upplýsinga og vitneskju um jarðhitasvæði Seltjarnarness.  Stjórnin þakkar Hrefnu og Gísla fyrir góða samantekt.
  2. Bréf skipulagsfulltrúa ÞÓB dags. 05.11.2014, varðandi endurskoðun Aðalskipulags Seltjarnarness. Stjórn felur veitustjóra að gera umsögn samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  3. GH fór yfir stöðu verkefna í dag og næstu mánuði hjá fráveitu, vatns- og hitaveitu. Stjórn leggur áherslu á að dælustöð við Elliða klárist sem allra fyrst.
  4. Formaður lagði fram aðalbók fyrir árið 2014 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu og upplýsti að gögnin yrðu send til endurskoðunar.
  5. Erindi frá Sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju dags.02.12.2014, lagt fram.
  6. Önnur mál
    1. Veitustjóra falið að taka saman minnisblað hvernig bærinn myndi bregðast við komi til stöðvunar dælustöðva fyrir næsta fund stjórnar m.v. umræður á fundinum.
    2. Næsti fundur ákveðinn í mars.

     Fundi slitið kl. 18:45 

Ásgerður Halldórsdóttir (sig,n.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Lýður Þór Þorgeirsson (sign.), Axel Kristinsson Magnús Dalberg (sign) og Gísli Hermannsson (sign). 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?