114. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn
10. febrúar 2015 kl. 17:00 að Austurströnd 2.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Lýður Þór Þorgeirsson, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg.
Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson.
Undir lið 1) mætti Hrefna Kristmannsdóttir.
Dagskrá:
- HK kynnti gerð forðafræðilíkans til öflunar upplýsinga og vitneskju um jarðhitasvæði Seltjarnarness. Stjórnin þakkar Hrefnu og Gísla fyrir góða samantekt.
- Bréf skipulagsfulltrúa ÞÓB dags. 05.11.2014, varðandi endurskoðun Aðalskipulags Seltjarnarness. Stjórn felur veitustjóra að gera umsögn samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- GH fór yfir stöðu verkefna í dag og næstu mánuði hjá fráveitu, vatns- og hitaveitu. Stjórn leggur áherslu á að dælustöð við Elliða klárist sem allra fyrst.
- Formaður lagði fram aðalbók fyrir árið 2014 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu og upplýsti að gögnin yrðu send til endurskoðunar.
- Erindi frá Sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju dags.02.12.2014, lagt fram.
- Önnur mál
-
- Veitustjóra falið að taka saman minnisblað hvernig bærinn myndi bregðast við komi til stöðvunar dælustöðva fyrir næsta fund stjórnar m.v. umræður á fundinum.
- Næsti fundur ákveðinn í mars.
Fundi slitið kl. 18:45
Ásgerður Halldórsdóttir (sig,n.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Lýður Þór Þorgeirsson (sign.), Axel Kristinsson Magnús Dalberg (sign) og Gísli Hermannsson (sign).