112. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn
14. október 2014 kl. 17:00 að Austurströnd 2.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Lýður Þór Þorgeirsson, Axel Kristinsson og Magnús Dalberg.
Fundargerð ritaði ÁH.
Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson sviðstjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.
Dagskrá:
- Borun hitastigulsholna og uppfærsla á forðafræðilíkani.
Stjórn samþykkir að farið verði í að borun a.m.k. tveggja hitastigulsholna sunnan og vestan við holu SN-14. Veitustjóra falið að undirbúa framkvæmd.
Stjórn samþykkti að farið verði í nýja uppfærslu á Forðafræðilíkani af jarðhitasvæðum á Seltjarnarnesi. Veitustjóra falið að undirbúa framkvæmd. - Fjárhagsáætlun frá-, vatns- og hitaveitu 2015.
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu lagðar fram til kynningar. - Hækkun á gjaldskrá.
Lögð fram tillaga að hækkun gjaldskrár Hitaveitu Seltjarnarness til kynningar. - Framkvæmdaáætlun 2015.
Veitustjóri fór yfir helstu framkvæmdir á næsta ári. - Önnur mál.
Næsti fundur ákveðinn 21.10.2014 kl.17:00.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:00
Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Lýður Þór Þorgeirsson (sign.) Axel Kristinsson (sign) og Magnús Dalberg (sign).