110. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn fimmtudaginn 10. apríl 2013 kl. 16:15 að Austurströnd 2.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Friðrik Friðriksson, Jens Andrésson og Sjöfn Þórðardóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Magnús Dalberg.
Einnig sat fundinn Gísli Hermannsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.
Hrefna Kristmannsdóttir sat fundinn undir lið nr. 2-3.
Dagskrá:
-
Ársreikningur Frá-, Vatns- og Hitaveitu Seltjarnarnesbæjar árið 2013.
Á fundinn kom Auðunn Guðjónsson endurskoðandi frá KPMG.
Auðunn Guðjónsson gerði grein fyrir rekstri veitnanna á árinu 2013, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
Formaður bar upp ársreikningana til samþykktar samkvæmt 3.mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Ársreikningur vatns-, frá- og hitaveitu fyrir árið 2013 var samþykktur samhljóða. -
Vinnslueftirlit 2013-2014
Hrefna lagði fram skýrslu um vinnslueftirlit 2013-2014. -
Orkuöflun fyrir Hitaveitu Seltjarnarness.
Hrefna lagði fram skýrslu um aukna vatnsöflun og bætta nýtingu á orkuöflun fyrir hitaveituna.
Formaður þakkaði HK fyrir greinargóða skýrslu og kynningu á henna.
Veitustjóra falið að vinna áfram með eftirtalda þætti:
- Virkja tiltækt bakrásarvatns
- Fara yfir núverandi vélbúnað og öryggisbúnað borholna
Veitustjóra falið að skoða borun á 2-3 rannsóknarholum m.v. umræður á fundinum í samráði við HK.
Veitustjórn samþykkir að fara í 2-3 rannsóknarholur hjá holu nr. 6 og 11. -
Önnur mál.
Formaður kynnti nýjan veitustjóra Gísla Hermannsson.
Formaður f.h. stjórnar þakkaði veitustjóra og fjármálastjóra fyrir vel unnin störf á liðnu ári.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:00
Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Friðrik Friðriksson (sign), Jens Andrésson (sign) og Magnús Dalberg (sign.).