109. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn mánudagurinn 27. janúar 2014 kl. 16:00 að Austurströnd 2.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir og Jens Andrésson.
Einnig sat fundinn Stefán Eiríkur Stefánsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson.
Dagskrá:
-
Framkvæmdir í vetur.
SES fór yfir þær framkvæmdir sem unnið er við núna og næstu mánuði. -
Málsnúmer 2014010044.
Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti dags. 13.01.2014 varðandi gjaldskrárbreytingar 1. janúar 2014 lagt fram. mánuði. -
Málsnúmer 2014010038.
Erindi frá Sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju dag. 14.01.2014 lagt fram. Samþykkt að verða við erindinu vegna ársins 2014. -
Önnur mál.
SES upplýsti að búið væri að skipta um þá hitaveitumæla sem lagt var upp með fyrir árið 2013. Einnig upplýsti hann að sl. ár hefði verið mun kaldara og því reikningar hitaveitunnar endurspeglað það.
Stjórn vill þakka Stefáni Eiríki veitustjóra vel unnin störf en hann lætur af störfum 15. febrúar nk. og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17:05
Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.) og Jens Andrésson (sign).