Fara í efni

Stjórn veitustofnana

16. október 2013
108. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn miðvikudaginn 16. október 2013 kl. 17:00 að Austurströnd 

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir og Jens Andrésson.

Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Áheyrnarfulltrúi: Magnús Dalberg.

Einnig sat fundinn Stefán Eiríkur Stefánsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri.

Dagskrá:

  1. Framkvæmdir í sumar og haust.
    SES upplýsti um framkvæmdir sumarsins, stöðuna í dag og verkefni í vetur.
  2. Starfsmannamál.
    9 mánaða uppgjör frá-, vatns- og hitaveitu.
    ÁH lagði fram 9 mánaða uppgjör, SES fór í gegnum helstu liði.
  3. Fjárhagsáætlun frá-, vatns- og hitaveitu 2014.
    Fjárhagsáætlun 2014 fyrir frá-, vatns- og hitaveitu lögð fram og samþykkt samhljóða.
  4. Hækkun á gjaldskrá.
    Lagt var til hækkun á hitaveitugjaldi úr kr. 68.- í kr. 71.- frá 1.12.2013. Samþykkt samhljóða.
  5. Önnur mál
    SES upplýsti um greiningu á stöðu borhola samkvæmt skýrslu HK. GJH ræddi framtíðarverkefni hitaveitunnar. SES falið að vinna áfram með verkefnið með HK.

Fleira ekki tekið fyrir

Fundi slitið kl. 18:15

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Stefán Eiríkur Stefánsson, Gunnar Lúðvíksson, Magnús Dalberg (sign) og Jens Andrésson (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?