107. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 4. júní 2013 kl. 16:00 að Austurströnd 2.
Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason og Sjöfn Þórðardóttir.
Friðrik Friðriksson og Jens Andrésson boðuðu forföll.
Áheyrnarfulltrúi:. Magnús Dalberg.
Einnig sat fundinn Stefán Eiríkur Stefánsson veitustjóri og Gunnar Lúðvíksson.
Dagskrá:
- Vinnslueftirlit 2012-2013.
Lögð fram skýrsla um vinnslueftirlit fyrir árið 2012-2013. Hrefna Kristmannsdóttir kynnti skýrsluna. Stjórn þakkar Hrefnu greinargóða yfirferð yfir stöðu veitunnar m.v. vinnslueftirlitið á árinu 2012-2013. - Framkvæmdir í sumar.
SES fór yfir þær framkvæmdir sem unnið verður að í sumar og fram á haust. - Önnur mál.
SES upplýsti að búið væri að skipta um þá hitaveitumæla sem lagt var upp með fyrir árið 2013.
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 17:15
Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.) og Magnús Dalberg (sign).