Fara í efni

Stjórn veitustofnana

29. janúar 2013

105. fundur hjá Veitustofnun Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 29. janúar 2013 kl. 16:00 að Austurströnd 2.

Mættir: Ásgerður Halldórsdóttir, Guðmundur Jón Helgason, Sjöfn Þórðardóttir og Jens Andrésson.

Friðrik Friðriksson boðaði forföll.

Áheyrnarfulltrúi: Magnús Dalberg.

Einnig sat fundinn Stefán Eiríkur Stefánsson veitustjóri,

Þórður Ólafur Búason, skipulagsstjóri sat fundinn undir lið 1 og Hrefna Kristmannsdóttir undir lið 2.

Dagskrá:

  1. Helgunarsvæði hitaveituborhola á nýju deiliskipulagi við Bygggarða.
    ÞÓB kynnti helgunarsvæði Hitaveitunnar inn á nýju deiliskipulagi Bygggarðasvæðis. SES upplýsti um fund þeirra með Orkuveitunni.
  2. Staða grunnvatnskerfis hitaveitunnar.
    HK fór yfir forsögu og núverandi vatnsvinnslu Hitaveitu Seltjarnarness, framtíðarhorfur og leiðir til aukinnar orkuöflunar. Samþykkt að fara í frekari rannsóknir, veitustjóra falið að ræða við HK m.v. fyrirliggjandi minnisblað um gagnavinnslu og rannsóknir.
  3. Framkvæmdir á árinu 2013.
    SES fór yfir helstu framkvæmdir sem eru á ætlun ársins 2013.
  4. Lagt fram drög að útkomuspá ársins 2012.
    Formaður fór yfir drög að útkomuspá veitna fyrir rekstrarárið 2012.
  5. Önnur mál.

SES lagði til að röralager yrði keyptur sem hann hefði fengið tilboð um, samþykkt..

Fundi slitið kl. 17:45

Ásgerður Halldórsdóttir (sign.), Guðmundur Jón Helgason (sign.), Sjöfn Þórðardóttir (sign.), Jens Andrésson og Magnús Dalberg (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?